Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 47
Þráinn Bertelsson: 7 LJÓÐ DAGLEGT LÍF Það var kvöld og búið að láta verkfærin niður þeir tóku í nefið og héldu heim til kvenna og barna þar sem heit ketsúpan beið í pottinum og kunnugleg þvaglykt heimilisins heilsaði þeim í dyrunum fréttalesturinn blandaðist sötri og smjatti og sjóðheitur molasopinn skolaði niður veðurfregnunum og kvöldið leið í smádúrum og skrjáfi í dagblöðum unz klukkan var orðin margt og samræðið hófst í síðum nærbuxum og sljórri og hagkvæmri stellingu og því lauk áreynslulaust og í fullri vinsemd og heiðarlegt fólk lagðist til hvíldar og innan skamms bárust skuldlausar hrotur um herbergið LJÓÐ Stundum eftir værðarlegan dag troða beinaberir menn í pípur sínar í herbergjum víðsvegar um borgina og fara með hangandi hendi að brjóta heilann um ýmis torskilin atriði varðandi mannlífið unz kvöldkaffið er búið og slokknað í pípunni en þá tekur við tannburstun og blöðrutæming on hinar flóknu gátur eru lagðar á hilluna til næsta dags LJÓÐ Þrjá ógreidda daga hef ég heyrt koma upp stigann með fótataki rukkarans Á nóttunni hef ég heyrt hruman andardrátt hússins heyrt það stynia í óværum svefni oa moranarnir koma með soghljóð í klósettskál oq hverfa með þunglamalegu fótataki út í daginn beqar þirtir set ég dótið mitt í bréfpoka oq smokra mér út um dyrnar oa regnvott umhverfið má ekki vera að því að heilsa mér Húsinu eftirlæt ég þurran appelsínubörk og sígarettustubba og heilsmánaðarlykt af líkama mínum LJÓÐ Hélstirni götunnar hlæja við stiörnum himinsins, þar sem þær hafa hreiðrað um sig í voðfelldu myrkrin !, albúnar að senda jarðneskum skáldum daufan innblástur Tunglið nennir ekki að vera draugalegt oq heldur sína leið án bess að staldra við til að gantast við elskendur og fáeinir skýjaflókar hafa orðið seinir fyrir oq hraða sér heim á leið að loknu dagsverki áður en nóttin kemur í eftirlitsferð LJÓÐ í morgunskímunni reikar guð almáttkur óstöðugum fótum eftir bakka hins gula Jang-tse fljóts, þar sem skopleikarar standa andspænis hinni fimmtu vídd blásandi sápukúlur og synir konunganna koma veltandi niður í mánaskinið þegar í fyllingu tómleikans og listrænt geðslag litskrúðugra fugla styður fingri á þungamiðju vandamálsins í jötungripi slitflatanna, þar sem molluþeyr hitabeltisins slær tvær flugur í einu höggi og umlykur gular kinnar aldanna og hjólbeinótt fólkið gengur í einfaldri röð og lognast útaf hafandi sungið síðasta vessið í fimmtudeginum þar sem ógeðfelld ský verða smám saman að veruleika LJÓÐ Skáhallt undan sunnanblænum stíga Einbjörn Tvíbjörn og Þríbjörn trylltan dans og maurildin skjálfa af niðurbældri bræði undir fallandi laufum sedrusviðarins Einbjörn og Narfi svífa vængjuðum skrefum yfir sjáöldur skordýranna hvítfyssandi uppi á hljóðmúrnum Narfi og Snípan fóru dagfari og náttfari yfir bleika slóð niðmánans og morgungyðjan spurði hásum rómi hvort þeir ættu nokkuð Snípan og Fyrirbærið gengu glerskóuð á Kolbítsgnípu austan sólar og sunnan mána og blókin beygði höfuð sitt fyrir saurmennislegu augnaráði alföður og í þeim töluðum orðum slöngvaði Surtur geitarlykt yfir jörðina og lausnarinn reis upp við dogg og þreytulega veitti hann hinum trúuðu nábjargirnar og langþreyttir hverfa síðustu dansendurnir heim með óma næturinnar í leggöngunum LJÓÐ í óttubyrjun þegar eyrnamergurinn fyllti hlustir morgunsins sást hvar sálir fordæmdra hófust upp frá jörðinni og hurfu brott með gráan gerningahimin í flaksandi hári sínu móti blóðslikju vaknandi sólargeisla og hvítar hendur teygðu sig eftir hversdagsfötunum til að hefja á ný þátt sinn í magnvana lífi og æðahnýttir fætur reikuðu aftur út í raflýstan heim þreytunnar og utan frá sjónarrönd nálgaðist glamur hlutanna og þögnin varð að hvítum skellum sem þyrluðust um göturnar eins og pappírsmiðar cg brátt var skynlaus orka málmsins leyst úr læðingi og iörðin pipraði af ótta þegar stáldýrin hófu leit að bráð sinni og í órafirð hurfu fordæmdar sálir út í nístandi tómið með óminni að baki 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.