Samvinnan - 01.10.1969, Page 57

Samvinnan - 01.10.1969, Page 57
framdráttar stríðsmarkmiðum Þýzkalands. Hún leitaði einnig lags við hina sósíalísku byltingarhreyfingu Rússlands og studdi hana með fé. Sá sem hér var milligöngu- maður var dr. Parvus Helphand, rússnesk- ur að kyni, einn af beittustu pennum marx- ista í Þýzkalandi um og eftir aldamótin, tók þátt í byltingunni í Rússlandi 1905, og var náinn samstarfsmaður Trotskís í hinu skammlífa Pétursborgarráði. Hann gekk í þjónustu þýzku stjórnarinnar í byrjun stríðs- ins og útlistaði fyrir henni, að hagsmunir hennar og rússneskrar byltingar færu sam- an. Sendiherra Þýzkalands í Kaupmanna- höfn, von Brockdorff-Rantzau, gerði Help- hand að nánum samverkamanni sínum, lét honum í té geysimikið fé til að greiða bylt- að byggja landamærasvæðin í austri þýzku fólki, að gróðursetja þýzkt þjóðerni sem skjólbelti gegn hinu slavneska mannhafi. Þessi hugmynd þýzkra menntamanna var að nokkru leyti framkvæmd í hinni síðari heimsstyrjöld undir forsjá nazismans. Þegar könnuð er saga hinna þýzku stríðs- markmiða, þá vekur það fljótlega athygli, hve snemma þau birtast á ferli styrjaldar- innar, hve mikill hluti þýzku þjóðarinnar verður svo bergnuminn af stríðsmarkmið- unum, að þau verða kærasta umræðuefni manna, svo annað kemst varla að, unz þau vekja djúpstæða múghreyfingu undir for- ustu fulltrúa efnis og anda. Þjóðverjar hefðu ekki veriö sjálfum sér líkir, ef þeir hefðu ekki grundvallað stríðsmarkmið sín hjá því farið, að enn sem komið er gæti nokkurs misræmis í rannsóknarniðurstöð- um við könnun á stríðsmarkmiðum styrj- aldaraðila. En að því er nú er vitað virðast Banda- menn, og er þá einkum átt við Breta og Frakka, ekki hafa í öndverðri styrjöld verið búnir að koma sér niður á stefnubundin stríðsmarkmið í líkingu við það, sem Þjóð- verjar höfðu á prjónunum. En þegar á líð ur tekur að móta fyrir staðbundnum stríðs- markmiðum Bandamanna, sem studd eru staðíestum samningum — og þeim raunar leynilegum. Þar er fyrst til að taka Lund- únasamninginn, er gerður var með Þríveld- unum og Ítalíu 26. apríl 1915. Gegn loforði um að fara í stríðið með Bandamönnum var Nikulás II Rússakeisari Lenín dulbúinn Ulrich von Brockdorff- Rantzau Alexander Parvus Helphand ingarhreyfingunni braut í Rússlandi. Sendi- herrann komst svo að orði í bréfi til stjórn- ar sinnar, er hann ræddi um tengslin milli byltingar í Rússlandi og hins stríðandi Þýzkalands: „Sigurinn fellur okkur í skaut og sigurlaun okkar verða öndvegissess í heiminum, ef okkur tekst réttstundis að kveikja byltingu í Rússlandi og sprengja með því Þríveldabandalagið.“ Svo mjög var þýzku stjórninni í mun að losna úr herfjötri tveggja vígstöðva, að hún hikaði ekki við að leika sér að eldi byltingarinnar — að sjálfsögðu í þeirri vísu von að geta slökkt hann, ef nauðsyn krefði. í þjóðernisupp- reisnum og félagslegri byltingu skyldi hið risavaxna rússneska ríki lagt að velli, en eigi að síður ætlaði Þýzkaland sjálfu sér hlutverk skiptaráðandans í dánarbúi þess. Á öðru ári heimsófriðarins, 1915, fór mikil alda um allt Þýzkaland, er svo til öll at- vinnu- og efnahagssamtök Þjóðverja afhentu kanslaranum álitsgerð um stríðsmarkmið. Hér voru bornar fram kröfur hinnar þýzku borgarastéttar eins og hún lagði sig, allt frá samtökum stóriðju niður í félög smáborg- aranna, og hér heyrðust raddir stórgósseig- enda, stórbænda og kristilegra þýzkra smá- bænda. í álitsgerðinni var talið upp, hverj- ar kröfur yrði að gera til nýlendna og ítaka um heimsbyggðina, um innlimun námuhér- aða í Frakklandi, um strandlengju við Erm- arsund, í líkum anda og þær kröfur er fyrr hefur verið lýst; í austurvegi skyldi inn- lima hluta af Eystrasaltslöndum ásamt hér- uðum þar suður af, svo að ekki raskaðist jafnvægið milli iðnaðar og landbúnaðar í ríkinu. Nokkrum vikum síðar var lögð fram Álitsgerð menntamanna, undirskriftir 1347; af þeim voru 352 þýzkir prófessorar, af- gangurinn skólastjórar, prestar og lista- menn. Þeir báru fram stríðsmarkmið hins þýzka anda. Að efninu til voru kröfur menntamannanna hinar sömu og samtaka atvinnurekenda, en sérstök áherzla lögð á með því, sem við köllum lífsskoðun, en heit- ir á þýzka tungu feitu og fríðu orði: Weltanschauung. Þegar stríðsmarkmiðin krefjast jarðarskika ekki smárra af grönn- um ríkisins kallast þeir að sjálfsögðu þýzkt menningarland: Kulturland. Og þegar vopnasmiður Þýzkalands, Kurt von Bohlen und Halbach, krefst herskipastöðva í Afríku og kolastöðva handa þýzka flotanum, þá er það ætlunin að gefa þýzkri menningu færi á að stjórna „framför mannkynsins, og fyrir slíkt markmið er göfugu blóði ekki til einsk- is úthellt", svo sem hann komst að orði í álitsgerð, sem hann afhenti utanríkisráð- herranum „og öðrum vinum mínum í ríkis- stjórninni.“ Það er ástæða til, þegar hér er komið sögu, að hyggja að stríðsmarkmiðum Banda- manna sjálfra. Ennþá hljóma í eyrum gam- alla manna vígorðin frá þessum árum: Stríðið er háð til að binda enda á öll stríð! Vér berjumst til þess að tryggja lýðræðið í heiminum! Vér munum að stríði loknu skapa heim, sem er hetjum hæfur! Sá lífs- veruleiki er markaði árin eftir styrjöldina varð undarlega fáránlegur í ljósi þessara skrúðfögru stríðsmarkmiða Bandamanna. En raunar er það athyglisvert, að framan af styrjöldinni eru Bandamenn furðu hljóð- ir um stríðsmarkmið sín, þegar frá eru tald- ar almennar orðaræður um sigur réttlætis og réttarhelgi. Þó er skylt að geta þess, að sagnfræðingum hefur verið það nokkuð um- hendis að rannsaka til hlítar stríðsmarkmið Bandamanna fyrir þá sök, að skjalaheimildir í söfnum Bretlands og Frakklands frá stríðs- árunum hafa verið lokaðar fram til ársins 1966. Það fer því fjarri, að þar séu öll kurl komin til grafar. Á hinn bóginn hefur sagn- fræðin haft greiðan aðgang að skjalasöfn- um Þýzkalands, Austurríkis-Ungverjalands og Rússlands, enda bera fjölmargar rann- sóknir síðustu ára það með sér, að úr miklu er að moða. Af þessum ástæðum getur ekki ítölum heitið til eignar Suður-Týról, Tríeste, Istríuskaga, héruðum í Dalmatíu, eignarhaldi á hafnarborginni Valona, Dóde kaneseyjum, löndum í Litlu-Asíu m. m. Með samningi þessum var einkum gengið á lönd og ríki Habsborgaraveldisins. í marz og apríl 1915 var gengið frá samningi um Sundin milli Litlu-Asíu og Evrópu: Þrí- veldin verða ásátt um að Bretland eignist ítök í Tyrkjaveldi og Persíu, en Rússland fái í sinn hlut Miklagarð, Austur-Þrakíu og strendur Sæviðarsunds og Dardanellasunds. Hér rættist forn draumur rússneskra keis- ara í sama mund og Frakkland og Bretland greiddu banahöggið þeim rúmfasta sjúklingi við Sæviðarsund, er þau höfðu hjúkrað um áratugi. Ári síðar, hinn 16. maí, skiptu Frakkland og England arabísku hlutum Tyrkjaveldis í áhrifasvæði. Loks gerðu Frakkland og Rússland með sér samning, sem haldið var leyndum fyrir Bretum, hinn 12. febrúar 1917, réttum mánuði áður en Nikulás II keisari lét af völdum. Samningur þessi fjallaði um Þýzkaland sjálft og afdrif þess: Rússum skyldi frjálst að skipa málum á landamærum sínum í vestri, einkum er varðaði Pólland, en skuldbundu sig til að styrkja Frakkland til að endurheimta Elsass- Lótringen og Saarhérað, en þýzkum lönd- um vestan Rínarfljóts mundi skipt í smá og hlutlaus ríki. Allir voru samningar þessir leynilegir, enda kannski ekki alveg veizluhæfir í opin- berum mannfagnaði. Lenín lét verða eitt sitt fyrsta verk eftir valdatökuna haustið 1917 að birta þessa samninga á prenti, og urðu þá margir forvirraðir. Meðal Bandamanna urðu stríðsmarkmiðin aldrei sú almenningseign í líkingu við það sem varð í Þýzkalandi. Einn hinna yngri sagnfræðinga Þýzkalands, Gerhard Schulz, bendir til að mynda á það í nýútkominni bók um byltingarnar og friðarsamningana, að á Englandi hafi ekki borið á neinni 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.