Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 58

Samvinnan - 01.10.1969, Qupperneq 58
fjöldahre.vfingu er hafi fylkt sér um stríðs- markmið á borð við Alþýzka félagið og önn ur áþekk samtök með Þjóðverjum. í enn ríkara mæli gætti afskiptaleysis um stríðs- markmiðin meðal almennings í Rússlandi. Þau voru að vísu ákaft rædd innan fámennra hópa stjórnmálabrodda, ekki sízt í flokki hinnar ungu rússnesku borgarastéttar. Mil- júkoff, leiðtogi hins frjálslynda Kadetta- flokks, ræddi opinberlega um innlimun Austur-Prússlands. Með hinni gömlu yfir- stétt Rússlands, aðli og háembættismönnum, ríkti ótti og uggur allt frá upphafi ófriðar- ins. Það var haft eftir Maklakoff, innanrík- isráðhen-a Rússlands á fyrstu mánuðum styrjaldarinnar, að hugmyndir byltingar- innar væru fólkinu skiljanlegri en sigur á Þjóðverjum. Þegar stríðið brast á, mátti enn sjá leifar af götuvirkjum verkamanna á víðum strætum Pétursborgar. Hér sem oftar vörpuðu viðburðirnir skuggum sínum á undan sér. Það var ekki fyrr en á hinu viðburðaríka ári, 1917, að Bandamenn gerðu opinberlega grein fyrir stríðsmarkmiðum sínum. Fyrir tilmæli Wilsons Bandaríkjaforseta töldu Bandamenn rétt að birta öllum heimi fyrir- ætlanir sínar. Þær voru í stuttu máli þessar: að endurheimta fullt sjálfstæði Belgíu, Ser- bíu og Montenegró, brottför óvina-liðs frá hernumdum héruðum Frakklands og Rúss- lands. Greiddar skulu skaðabætur fyrir eignatjón. í annan stað: endurheimta skal héruð, sem fyrrum hafa verið tekin með valdi frá ríkjum Bandamanna og gegn vilja íbúanna, leysa skal úr erlendri ánauð ítali, svo og Slava, Rúmena, Tékkó-Slóvaka, frelsa skal þær þjóðir er lúta blóðugri harð- stjórn Tyrkjaveldis og flæma Tyrki frá Evrópu. Þessi yfirlýsing Bandamanna um stríðs- markmið sín var ætluð Wilson Bandaríkja- forseta, sem hafði undanfarnar vikur kann- að möguleika á friðarumleitunum. Hinn 12. des. 1916 sendu Miðveldin Bandamönnum friðartilboð, sem var aðeins til málamynda, en gert í þeim tilgangi að forðast árangurs- rík afskipti Wilsons af Mðarumræðum. Þetta tókst með ágætum. Bandamenn höfn- uðu friðartilboðinu, enda hafði sú verið til- ætlun Miðveldanna. Wilson forseti flutti í öldungadeild Bandaríkjaþings mikla ræðu hinn 22. jan- úar 1917 og boðaði öllum heimi kröfuna um Frið án sigurs. Hann skoraði á allar stríð- andi þjóðir að lýsa yfir friðarvilja sínum. Þýzka stjórnin varð við þessum tilmælum á þann hátt, að hún símsendi forsetanum friðarskilyrði sín. Það er ekki ástæða til að rekja þessi skilyrði á þessum stað, en það nægir að vitna í ummæli Zimmermanns ut- anríkisráðherra Þýzkalands: Þau væru svo teygjanleg, að við hefðum með öllu frjálsar hendur. Víst er um það, að Þýzkalandi var ekki friður í huga, þótt Wilson forseta hefðu verið tilkynntir friðarkostir þess. Þremur dögum síðar, 1. febrúar 1917, hófu Þjóð- verjar ótakmarkaðan kafbátahernað. For- ingjar landhers og sjóhers höfðu knúið fram þessa ákvörðun gegn fremur máttlitlum mótbárum Bethmans Hollwegs kanslara, sem iét þó undan um síðir. Þýzkaland hafði brotið allar brýr að baki sér. Enda varð stutt á milli stórra tíðinda. Hinn 3. febrúar slitu Bandaríkin stjórnmálasambandi við Þýzkaland. Um sama leyti komst Banda- rikjastjórn yfir skeyti frá Zimmermann ut- annkisráðherra til sendiherra Þýzkalands í Mexíkó. Þar var Mexíkó af miklu lítillæti boðið hernaðarbandalag gegn Bandaríkjun- um og suðurfylki þeirra í sigurlaun að stríðsiokum. Hinn 6. apríl 1917 gengu Bandaríkin í lið með Þríveldunum og sögðu Þýzkalandi strið á hendur. Flest ríki hinnar rómönsku Ameríku fóru að dæmi Banda- ríkjanna, svo og Kína og Síam. Og nú var þetta stríð, sem upphófst á Balkan, orðið heimsstríð. í sama mánuði og obbinn af heiminum var kominn i stríð við Miðveldin komu helztu menn þýzku ríkisstjórnarinnar og hinnar æðstu herstjórnar saman til fund- ar í Krauznach. Þar skyldi rætt um stríðs- markmið Þýzkalands í austri og vestri. Stefnuskráin var samin af þýzkri vandvirkni og nákvæmni. Þýzkaland skyldi innlima Kúrland og Litháen ásamt hluta af Lett- landi og Eistlandi, að meðtöldum eyjum framan við Rigaflóa. Pólland fengi sjálfsfor- ræði, en skyldi hlíta fullkominni stjórn Þýzkalands hernaðarlega, efnahagslega og stjórnmálalega. í vestri skyldi Belgía verða lénsríki Þýzkalands, en framselja Þjóðverj- um Flandernströnd ásamt Briigge. Hið auð- uga námuhérað Longwy-Briey skartaði að sjálfsögðu í þessari innlimunaráætlun, svo sem jafnan hafði verið frá stríðsbyrjun. Nokkru áður en Krauznach-fundurinn hófst hafði Vilhjálmur II keisari samantekið dálitla stefnuskrá um stríðsmarkmið. Þegar hinn æðsti stríðsherra orðaði kröfur sínar, litur helzt út fyrir að hann hafi þegar unnið sigur á Rússlandi, Frakklandi og Ameríku. Hann krefst Möltu af Bretum, Azoreyja, Madeiru og Cape Verde-eyja auk Kongó, bæði hinnar belgísku og frönsku. í stríðs- skaðabætur ætlar keisarinn að kreíjast 30 milljarða dollara af Bretlandi og Banda- ríkjunum hvoru um sig, 40 milljarða franka af Frakklandi, og 10 milljarða líra af Ítalíu, og til viðbótar 12 milljarða marka af hverju þessara landa: Kína, Japan, Brazilíu, Boli- víu, Kúbu og Portúgal. Greiða skyldi stríðs- skaðabætur í hveiti og olíu frá Rússlandi, baðmull, kopar og nikkel frá Ameríku, ull og járni frá Bretlandi og Ástralíu. Þegar maður les þessar furðulegu kröfur æðstu manna Þýzkalands frá lokum apríl- mánaðar 1917, dettur manni helzt í hug hinn forni klassíski orðskviður: Þeir, sem guðirnir vilja tortíma, ganga af vitinu. í blindu ofstæki héldu valdsmenn Þýzkalands í her og ríkisstjórn, að þeim mundi takast að vinna sigur í þessu stríði, sem nú hafði spennt allan hnöttinn greipum. Þessa stund- ina sáu þeir vonarstjörnu á festingunni: Bylting hafði brostið á í Rússlandi. Nú eygðu þeir tækifærið til að ganga með sigur af hólmi á austurvígstöðvunum og á þá lund sigra í styrjöldinni allri. Þeir stefndu að þessu marki beint af augum. En þótt þeir fengi stundarsigur á þessari braut, lá leið þeirra samt út í voðann. 4 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.