Samvinnan - 01.12.1984, Page 38

Samvinnan - 01.12.1984, Page 38
Mínir vinir fara fjöld . . . skoðanir síns tíma, og vafalaust vegið margan manninn. En nú er þetta allt í einu orðið syndsamlegt. Hann hefur skyndilega á samviskunni mörg „syndagjöld“ sem áður fyrr voru hetjudáðir. Með þennan syndabagga þarf hann nú að stíga fyrir „dómara allra tíma“. Skiljanlega er hann ugg- andi, en hann tekur því með stillingu. í því felst kannski mesti hetjuskapur hans. # Þrjár þýðingar á ensku Annarserþað aðaltilefni þessagrein- arstúfs að fyrir skömmu vildi svo til að ég var að horfa eftir erlendum þýðing- um, sem til eru, á vísum og kvæðum eftir Bólu-Hjálmar. Þá rak ég mig á að af þessu erindi eru til ekki færri en þrjár þýðingar á ensku. Ég reiði mig á að það sé rétt, sem margir halda fram, að meginþorri íslendinga sé nú orðið meira eða minna læs á enska tungu. Af þeim ástæðum flaug mér í hug að einhverj- um gæti þótt sér vera akkur í að fá að sjá þær allar á sama staðnum. Þessar þýðingar hafa allar birst á prenti áður, en ekki hver við hlið annarrar fyrr en hér. Sú fyrsta er gerð af vestur-íslenskum ljóðaþýðanda, Guðmundi J. Gíslasyni (Gudmund J. Gislason). Hann var læknir sem frum- orti nokkuð á ensku og þýddi einnig á hana íslensk ljóð. Þýðing hans birtist í bók sem kom út 1930 í Reykjavík (ljósprentuð 1956) undir heitinu Ice- landic Lyrics, Originals and Transla- tions, og annaðist Richard Beck útgáf- una. Aftur var þýðing Guðmundar svo prentuð 1969, í bók gefinni út af menntamálaráðuneytinu hér heima, og heitir hún An Anthology of Ice- landic Poetry. Þeirri útgáfu ritstýrði Eiríkur Benedikz. Þessi þýðing er svohljóðandi: Deaths Friends are taken from my sight, Death has claimed them in the fight, I may follow e’en tonight, With cloven shield and helmet, bright, Shattered mail-coat, broken sword and sin’s dark blight. Einhverra hluta vegna get ég ekki sagt að ég sé gagntekinn af þessari þýð- ingu. Hún má þó kallast nokkuð nákvæm; hernaðarandanum í íslenska erindinu er vel til skila komið og sömuleiðis hinum hógværa hljómi þess. Orðið „blight“ er í orðabók minni þýtt „evil influence of obscure origin“, þ. e. eins konar ill áhrif af KAUPFÉLAG HAFNARFJARÐAR óskar starfsfólki og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG HAFNARFJARÐAR Hafnarfirði Sendum öllum viðskiptavinum og starfsfólki beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farscelt komandi ár Þökkum gott samstarf á liðnum árum KAUPFÉLAG LANGNESINGA Þórshöfn 38

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.