Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 16

Andvari - 01.06.1959, Síða 16
14 SIGURUJOKN RINAKSSON ANDVAIU lil fræðilcgrar rannsóknar. Náttúrubarnið eða frumstæður maður finnur ekki það bil rnilli sín og umhverfis síns, er geri honum fært að kanna það í rann- sóknarbug. Á frumstæðu stigi hugsunar er náttúran, í fyrsta lagi, næsta við- sjál í augum mannsins. Þar cru margvísleg kynjaöfl að verki, varasamar vættir, mislynd, tortryggileg, duttlungafull goð. í öðru lagi er maðurinn á þessu stigi svo skannnt kominn frá sjálfu móðurskauti náttúrunnar, að bann megnar ekki að lifa þá fjarlægð við fyrirbærin, er geti vakið honum rannsóknaranda eða aðstöðu til athugunar, þegar því sleppir, sem lýtur að brýnustu nauðsynjum lífsbaráttunnar. Maðurinn liefur m. ö. o. á þessu þroskastigi ekki uppgötvað það frelsi sjálfs sín, að hann geti farið að skoða sig um í lieimi sínum og kanna hann sér til þekkingarauka, til þess að víkka sjóndeildarhring sinn og þroska skilning sinn. Hann lifir sjálfan sig sem hluta af náttúrunni og meira eða rninna ánauðugan undir óræðum öflum hennar. Þannig hefur þorra mannkyns verið háttað um lengstan þann aldur, sem þessi jörð hefur verið mönnum byggð. Það eru Grikkir, sem marka þáttaskil í þessu tilliti. Svo cr löngum talið, og með réttu að því leyti, að með Forn-Grikkjum — eða lijá einstökum mönn- um þeirra — vaknar slík sjálfsvitund, það frjálsræði í hugsun og hugdirfska, sem er frumskilyrði vísindalegrar afstöðu og viðleitni. Nú væri einfaldast að skýra vísindaferil Evrópumanna með því að rekja upptök hans og auðnu til þessarar dögunar í Hellas. En sú skýring nægir ekki og hrekkur raunar skammt. Sá neisti vísindalegrar hugsunar, sem kviknaði í Hellas, kulnaði út á rómverska tímanum og var ördauða löngu áður en Róma- ríki hrundi og miðaldir gengu í garð. í annan stað voru Fom-Grikkir alls ekki einir urn það að hefja sig upp á þann Kögunarhól, sem gaf þeim útsýn athugandans yfir umhverfi sitt. Einn kunnasti heimspekingur nútímans, Þjóðverjinn Karl Jaspers, hefur í heimspekilegri sögukönnun sinni vakið sérstaka athygli á þessu og lagt áherzlu á það. Hann bendir á, að um svipað leyti og Grikkir vakna, verður lík vakning víðsvegar um heim, án þess að þar geti verið um að ræða nein áhrif einnar þjóðar á aðra. Það er því líkast sem meiður mannsandans taki að bruma og skjóta frjóöngum fyrir einhverjum vorblæ, sem ter um hnöttinn og vinnur sitt verk á ólíkustu stöðum. Maðurinn uppgötvar sjálfan sig og fer að hugsa. Þetta gerist í Kína, á Indlandi, í Persíu, í Palestínu, á nokkurra alda skeiði, á tímabilinu 800—200 f. Kr. Þessi tími markar þáttaskil í mann- kynssögunni, byltingu, og Jaspers kallar þetta skeið „möndultímann", die Achsenzeit. Þá verða þau hvörf í sögu mannsandans, að segja má, að maðurinn komi þá fram á sjónarsviðið eins og vér þekkjum hann í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.