Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 38

Andvari - 01.06.1959, Síða 38
36 HANNES PÉTUIISSON ANDVAHI sat hann nokkra stund í húsi þar í kaup- túninu ásamt tveimur mönnum öðrum. Bárust þá æskudagar hans í tal, m. a. ferming. Kvað Stefán hana verið hafa mjög sögulega. Var hann fermdur í Víði- mýrarkyrkju af séra Hanncsi í Glaumhæ. Hafði prestur geymda vínflösku undir hempunni og varð brátt slompfullur. Brá hann sér annað veifið út úr kirkjunni til að súpa á. Tafðist því guðsþjónustan mjög. Var gripið til þess ráðs að syngja sömu sálmana hvað eftir annað, en kirkjugestir tóku að ríða á næstu bæi til að fá sér kaffisopa. Stóð athöfnin í kirkjunni fram á kvöld.1) Sagði skáldið fleiri skringilegar sögur af séra Hannesi. Presturinn hér í kvæðinu styðst ekki við ákveðna fyrirmynd svo ég viti. Nafn hans hefur enga þýðingu, val þess er aðeins gæla skáldsins við sérkennilega endurminningu. Idér að framan er saman komin vitn- eskja mín um hinn sannsögulega Sigurð trölla og þjóðsagnapersónuna með því nafni. Hefði naumast þurft upplýsinga Stefáns við til að sjá, að Sigurður bóndi Gíslason á Fannlaugarstöðum er fyrir- mynd hans að Sigurði trölla, þótt skáldið hafi lagt í kvæðið næsta margt frá eigin brjósti. Nafnið kemur mönnum á sporið. Hefði Stefán aldrei heyrt neitt af Sigurði Gíslasyni, en þekkt viðurnefnið trölli, voru þá ekki litlar líkur til þess, að hann skírði persónu sína Sigurð, en ekki ein- hverju öðru og svipmeira nafni, sem betur félli að skapgerð þessa ofurmennis. Annað styrkir emnig þá skoðun, að hér sé Sig- urður bóndi á Fannlaugarstöðum endur- borinn, eru það staðháttalýsingar I. kafla. Þær hcnda svo eindregið til fjalllendisins 1) Sögumaður minn er Stefán Vagnsson, sem sjálfur heyrði skáldið segja frá þessu. rnilli Skagafjarðar og Húnaflóa, að ekki verður um villzt fyrir þá, scm til þekkja: því austur og vcstur lá þai leiðln um Langadal á milli fjarða, sem fjöllin klufu og hrjóstrug heiðin og hamraklif og göngin skarða. Skáldið heldur meira að segja áttum á þessurn slóðum: leiðin liggur austur og vestur milli fjarðanna. Hann nefnir Langadal berum orðum, aðal þjóðbraut- ina milli sýslnanna, .þótt í reyndinni sé hann sunnar í fjöllunum. Auk þess víkur hann undir rós að Gönguskörðum — „göngin skarða" — sem er sveitin hið næsta Fannlaugarstöðum, Skagafjarðar megin. í hálendinu, sem hér um ræðir, eru víða dalir, þar sem fyrr á öldum var allmikil byggð, nú eydd að fullu. Sér þó örla fyrir gömlum tóftabrotum. Á það við um Víðidal, sem er nokkru framar en Laxárdalur. Þar var sjálfstæð kirkju- sókn, sem eyddist í svartadauða, að sögn. í kvæðinu stendur: Og það voru auðþekkt, orpin þústum, in eyddu býli víða um dalinn. Sú forna byggð var felld í eyði af fári tíða og slysni mannsins, en tóftahróf sem hrunin leiði nú husla dauða gæfu landsins. Á klausu Stefáns er að sjá, að uppi hafi verið munnmæli um Sigurð trölla, sem ekki hafa komizt á bækur, svo mér sé kunnugt, þar á meðal þau, að hann hafi verið „einsetukarl undarlegur", „aldrei komið til kirkju, gengið framhjá, þó messa stæði yfir“, „bjargað mörgum mönnum frá að verða úti á vetrum“. Benda orð þessi til þess, að sagnirnar af Sigurði hafi hnigið í þá átt að gera hann forneskjulegan og kynngimagnaðan, sbr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.