Andvari - 01.06.1959, Side 43
andvari
SIGURÐUR TRÖLLI
41
Honum hvern hlut hann hefði átt að
að koma í veg fyrir járnbrautarflanið um
árið, eins og hann átti skilið. Hann svar-
aði því svo, „að lítið væri sér að þakka,
öllu væri stjórnað hér að ofan“. Hann
átti við „andana", vissi ég vel. Eins myndi
hann hafa hugsaÖ, hefði ég beinzt eitt-
hvað að brellum hans. Skynsemi,
mannúð, siðferðisþrek mótmælir þessari
þrekleysis hjátrú á kærleik og fyrirgefn-
higu út í einhvern endalausan bláinn".1)
Hér skilur á milli. Stefán segir: maður-
>nn er frjáls. Því brýtur SigurÖur trölli
allar brýr að baki sér.
Þess verÖur hvergi vart, að SigurÖur
trölli vænti endurfunda við ástvini sína,
hann lifir ekki fyrir það, sem hann hefur
rnisst, heldur hitt, sem eftir er, eins og
Stefán sjálfur, sem segir: „. . . þó ég
niissi eitthvað, lifi ég fyrir það, sem eftir
cr, meðan til vinnst“.2)
En á hvaða veg eiga menn að lifa fyrir
lrað, sem eftir er? Með því að vinna,
verða að liði samtímanum og komandi
kynslóðum, starf, unnið til góðs og rækt
af trúmennsku, gefur lífinu fyllingu, og
það er æðra en hlýðni við guðrækilegar
aminningar. Og er þá komiÖ að nýjum
mcginþætti í hugsun skáldsins: viðhorfi
þess til vinnunnar, til „unaðsældar
areynslunnar" (sjá kvæðið Vorönn).
Guðmundur Friðjónsson kemst prýði-
lega að orði, þegar hann kallar kærleika
Stefáns til vinnunnar „trúarbragðaígildi"
hans. Það er nákvæmlega það, sem hún
er. Nær öll svör SigurÖar trölla í orÖa-
sennu þeirra prests, í V. kafla kvæðisins,
snerta mikilvægi starfs og vinnusemi.
Trölla gengur „hænagerð og guðsorðs-
lestur" lakar en séra Hannes vildi, en í
staðinn er komið annað, sem prestur
!) Bréf og ritg. III, bls. 283 (19. jan. 1926).
2) Bréf og ritg. I, bls. 201 (27. júlí 1909).
áttar sig ekki á: vinnan. Hún er hið nýja
fagnaÖarerindi. Þótt bænin geti veriÖ
heit, þá er vinnan heitari bæn:
heitust bæn er vinna.1)
Höfuðatriðin:
Að dómi kirkjunnar er Sigurður trölli
syndaselur og manngildi hans því mjög
léttvægt. Stefán tekur sér fyrir hendur
að sýna, að til sé önnur vog en guð-
ræknin, og hún er lífiÖ sjálft, stundlegt
mannlíf, og verk einstaklingsins þar séu
hinn eini sanni mælikvarÖi á manngildi.
En hvernig er sú breytni, sem brýtur í
bága við guðrækni, en er þó eina rétta
að dómi skáldsins? Hvað ber hinum
„heiðna" nútímamanni að kappkosta?
Því er svarað í persónu Sigurðar:
Maðurinn starfi þar, sem kraftar hans
koma að mestu liði, enda þótt hann fari
á mis við ytri gæði. Erfiðleikar drepi
hann ekki í dróma, heldur trúi hann á
mátt sinn, en ekki því, að lífi hans sé
stjórnað í smáu og stóru af skynbæru,
ósýnilegu valdi. Hann geri sér Ijóst, að
hann er frjáls. Frelsi sitt noti hann til
gera sér jarðvistina sem bærilegasta, og
það takmark nálgast bann helzt í vinnu
sinni, hún komi í stað guÖrækninnar.
V.
FORM.
Hugleiðingar um nókkur atriði.
AS gerð er SigurÖur Trölli epískt-
dramatískt kvæði: frásagnir og beinar
ræður skiptast á. Það er ekki ort í jafn-
löngum erindum, beldur ráða efnisatriÖin
lengd þeirra, eins og oft er í kveÖskap
Stefáns. Söguþráðurinn slitnar því ekki
í sundur af bragfræðilegum ástæðum,
1) Úr „Eftirköst".