Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 109

Andvari - 01.06.1959, Side 109
ANDVARI NOKKRAR MÁLVENJUR 107 Á sporvagni þeim, sem ekur suður úr borginni, er áletrunin: Dringhouses, en það er í Bishopthorpe (Bistrup), þar sem erkihiskupinn af Jórvík situr; þar bjuggu hinir dönsku „drengir", en það voru óðalsbændur, sem höfðu á sér hermanna- snið. Götunöfnin minna á ýmsar iðngreinar, og um það bil 20 nöfn hafa hina norrænu endingu gate — (gata) — í stað street. Á nútímaensku merkir gate hlið. Af iðnaðargötum má nefna Blossom Street, 1276 Plouswaingate, fn. plógsveinn; Coppergate, trésmiða- og rennismiða- gatan, fn. koppari; Ketmongergate, sem nú er horfin, samsvarar alveg hinni giimlu mynd nafnsins Köbmagergade í Kaupmannahöfn: Ködmangergade (sem cnn hefur varðveitzt í íslenzkum fram- burði). — Orðið ketmonger: slátrari, er cnn algengt í norðurenskri mállýzku; að lokum Skeldergate, af fn. skjaldari. Ef menn eru staddir á götum Jórvíkur og virða fyrir sér verzlunarskiltin, munu þeir fljótt koma auga á danskt eða norskt nafn. Ef við athugum þessi mannanöfn dálítið nánar, skiptast þau í tvo flokka: upprunalegu, gömlu fornöfnin, þar með talin viðurnefni, og hin, sem eru staðar- nöfn samkvæmt uppruna sínum. Flest fornöfnin eru nú orðin að ættar- nöfnum, og má nefna: Brand, Eric, Knott, Odd, Godfrey, Harold, Swain, Toke og Thirkell. Þar við bætast viður- nefni eins og Blake, Blitham (ef til vill nraðurinn frá Blyth), Meek og Seaife — sá bleiki, blíði, (auð)mjúki, skakki, — sem samsvara ekki beinlínis hefðbundn- nm hugmyndum manna um víkinga. Auk þcss nöfn eins og Somerled (Sumarliði sumarvíkingur) og Winterled; og enn fremur hin skemmtilega samsetning Kettlestring: drengur Ketils. Af staðanöfnum er mikil gnægð: ETolt, ^nge, Sykes (á dönsku sig, láglent og vott engjadrag), Holmes (þegar örnefn- um er breytt í mannanöfn, fá Jrau ósjaldan endinguna -s), Toft, Ling, ásamt menningarnöfnum eins og Garth, Scales eða Scholes af skála, Loft og Loftus, og enn fremur Kirk og Prest. Árið 1927 tókst ég á hendur sagn- fræðilega nafnatalningu og studdist aðal- lega við bæjarskrá Jórvíkur frá sama ári, sem hafði að geyma 22.400 householders (heimili) með alls 85.000 íbúum. Sú rannsókn leiddi í ljós, að telja verður um það bil 13,5% allra nafnanna norræn að uppruna, og er þá tekið tilhlýðilegt tillit til orða, sem geta verið bæði dönsk og ensk að stofni, eins og t. d. Smith. Til gamans má bæta því við, að mörg af frægustu nöfnum Englands eru nor- ræn að uppruna: Nelson (?), Macaulay (sonur Óleifs, þ. e. Olsen), Thackeray (vrá, á ensku wray: afskekktur staður, þar sem thack: þakstrá vaxa), Booth, Inge, Asquith (Askov), og ekki skulum við sleppa (Sherlock) Holmes. Við höldum burt frá Jórvík, höfuðstað Yorkshires, stærsta greifadæmis Englands, og höldum austur á bóginn til East Riding, á norrænu: þriðjung: þriðjungur, sem skiptist í 6 Wapentakes, en það orð hlaut fasta hefð í málinu, þegar það hafði verið tekið upp í hina miklu jarða- bók Vilhjálms bastarðs, Domesday (du: mzdei) Book frá 1086, þar sem allt England var gert skattskylt. Það útrýmdi gamla orðinu hundrað (hund = 100 hides á 120 ekrur), á dönsku herred, sem enn er notað í Suður-Englandi. Wapen- tdke er dregið af þeim norræna sið að slá sverðum á skildi, þegar eitthvað var samþykkt á þingi (ísl. vopnatak). Á mörgum stöðum í Yorkshire og víðar eru cða hafa verið þingstaðir, t. d. á evnni Mön, cn þar þarf enn í dag að þing- lýsa lögunum undir berum bimni á þing- hæðinni Tvnwall, til þess að þau öðlist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.