Andvari - 01.01.1982, Page 5
GUNNAR ÁRNASON:
Ásmundur Guðmundsson
6. október 1888 — 29. maí 1969
Asmundur Guðmundsson var af góðu bergi brotinn. Föðurafi hans var
Helgi bóndi í Birtingaholti, sonur Magnúsar alþingismanns í Syðra-Lang-
bolti. Er sá ættbálkur mikill og víðkunnur. Kona Helga var Guðrún Guð-
mundsdóttir í Birtingaholti. Gáfur hennar og ást á Ijóðurn, söng og sög-
um voru sérstakar. Hún þótti og frábær heimilismóðir.
Hjón þessi áttu 14 börn og urðu átta þeirra fullaldra: Guðmundur
prófastur og síðar formaður Búnaðarfélags Lslands, Guðrún húsfreyja á
Hrafnkelsstöðum, Ágúst breppstjóri í Birtingaholti, Kjartan prófastur í
Hruna, sr. Magnús Kennaraskólastjóri í Reykjavík, Sigríður í Birtinga-
holti, Guðrún prestskona á Lundarbrekku, Katrín prestkona á Stóranúpi.
Flest þessi systkini eru þjóðfræg, en ætla verður, að sr. Magnús hafi
mest komið til sögu og verið áhrifaríkastur þeirra allra.
Séra Guðmundur var mikill á velli, vel vaxinn og fríður sýnum. Ágæt-
ur námsmaður. En þegar hann var í Lærðaskólanum, átti hann að stríða
við brjóstveiki í heilt ár og náði sér raunar aldrei að fullu eftir það. En
samt útskrifaðist hann bæði úr þeim skóla og Prestaskólanum.
Hann vígðist 3. september 1978 aðstoðarprestur Damels Halldorssonar
prófasts á Hrafnagili í Eyjafirði. Þar nyrðra heitbatzt hann Laufeyju
Bjarnardóttur frá Laufási. Hún var kvenna fríðust, miklum kostum búin
og lofuð af öllum. En löngu fyrr en varði og áður en þau sr. Guðmundur
gengju í hjónaband, lézt hún úr tæringu 1881 aðeins 25 ára. Syrgðu hana
allir, sem til hennar þekktu.
Vinátta þeirra Þórhalls bróður hennar og Guðmundar brást heldur
aldrei.
12. apríl 1880 var sr. Guðmundur settur sóknarprestur í Odda- og
Keldnaprestakalli. En það stóð stutt, því að 3. maí árið eftir var honum
veitt Akureyrarprestakall.