Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 13

Andvari - 01.01.1982, Side 13
ANDVARI ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON 11 fylli á hverju augnabliki. Allt í kring er ofurefli hans, æðandi djúp með ognum og dauða, svo að skipverjum fallast hendur. Sama hugsunin hefur gagntekið þá: Vér förumst. En Jesús lá á koddanum í skutnum og svaf. Hann hafði hallað höfði sínu eins og barn að fangi föður síns. Hann hvíldi þar svo öruggur, að ekkert gat raskað friði hans. Og svo varð aftur blíða logn. Eg veit enga mynd í veraldarsögunni yndislegri en þessa, ekkert sem segir skýrara: I rósenri og trausti skal yðar styrkur vera. Skín Ijós yfir landi. Fyrir mörgum árum sá ég fagra og einkennilega sjón. Það var um hásum- ar. Inni í lítilli holu í kletti norðan í móti óx bláklukka, ein af yndislegustu hlomjurtum á jörðinni. Eg kraup fyrir framan hana og tók að hugleiða sögu hennar. Vindurinn hafði fey'kt upp þangað hláklukkufræi og það staðnæmzt þar og að lokum fest rætur í moldarkornunum, sem fyrir voru. Smám saman hafði nálin hækkað og orðið að legg og blöðurn og síðast ófið úr 'litum sólarljóssins sína bláu krónu, sem drúpti fagurlega og vaggaðist hægt í andvaranum. Og þá skildi ég undrið — lofsönginn um sólarljósið á hennar þagnarmáli: Þótt hún yxi við svo kröpp kjör mót norðri, þá gátu sólargeislar litið inn til hennar fyrst og síðast hvern dag, síðast og fyrst, svo að hún gat unnið sína voð. Eg sé hana enn og les að baki sögu hennar sögu minnar eigin þjóðar, fátækrar, smárrar norður við yztu höf. 1917 sótti sr. Ásmundur um clósentsembætti við Háskóla Islands, en sr. Magnús Jónsson, senr þá var á ísafirði, varð hlutskarpari. Litlu seinna bauðst sr. Ásmundi verk, sem var ekki síður mikilsvert, en ólíkt erfiðara. Búnaðarskólinn á Eiðum var þá lagður niður, enda höfðu fáir sótt hann síðustu árin. Jafnframt var ákveðið að stofna þar Alþýðuskóla og sr. Ás- mundur fenginn til að mynda hann og koma honum á fót. Fór hann því um Norðurlönd árið 1919 til að kynna sér slíka skóla, og taldi hann skóla Manfreds Björkvists í Uppsölum í Svíþjóð bera af öllum og það langt um. Vildi því Ásmundur, að hann yrði tekinn til fyrirmyndar. En margt annað krafðist framkvæmda og stjórnar, sem furðufljótt tókst þó að koma vel á, þótt erfiðleikarnir væru gríðar miklir. T. d. þurfti að flytja flest til hús og hygginga á klökkum. Aðeins nokkur spotti var kerrufær. Kona sr. Ásmundar var sem fyrr segir Steinunn Magnúsdóttir prófasts á Gilsbakka Andréssonar, og voru þau hjónin því náskyld. Höfðu þau þa eignazt þrjú hörn, sem enn voru barnung. 1 aldi móðirin sér ekki fært að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.