Andvari - 01.01.1982, Síða 20
18
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
ræði, sem móðir vor kirkjan, hinar fyrri kynslóðir hennar, hefir afhent oss.
Vér tökum þeim heilræðum með lotningu sem góðir synir, en látum þær
ekki hefta sannleiksleit vora né þekkingarþorsta.“
Hér skal aðeins bætt við góðvild og orðsnilld prófessors Haralds, sem
aldrei skyldi gleymast.
Rétt eftir andlát hans hófst allmikil ólga í deildinni. Að því stóðu
elztu nemendur hennar, sem komnir voru að því að lesa undir próf. Höfðu
þeir mikinn hug á, að sr. Sveinbjörn Högnason, sem lokið 'hafði guðfræði-
prófi við Kaupmannahaínarháskóla með fyrstu einkunn og var nýkominn
á Breiðabólstað í Fljótshlíð, fengi hið auða sæti.
En það varð ekki. Sr. Ásmundur Guðmundsson hreppti það. Var það
raunar að vonum. Bæði var hann eldri og kunnari og átti hauk í horni, þar
sem Sigurður P. Sívertsen var. Og raunar naut hann víst stuðnings allra
kennara deildarinnar.
Sr. Ásmundur var settur dósent 24. apríl 1928. Skipaður 2. septeinber
árið eftir og prófessor í sömu deild 1934.
Friður komst strax á eftir prófin, og Ásmundur vann sér vinsæld og
virðingu nemendanna, þegar þeir kynntust honum. Þótt hann væri við-
kværnur að eðlisfari og ekki laus við stíflyndi, ef hann átti í vök að verjast,
var hann maður sáttfús og vildi öllum vel.
Ollum mun bera saman um, að próf. Asmundur væri mjög góður kenn-
ari. Jafnvel þeir lærisveinar, sem fylgdu ekki kenningum hans að fullu,
því að þeir töldu hann ofmikinn nýguðfræðing, hrósa honum fyrir prýði-
lega framgöngu og ríkulegan áhuga á að veita þeim sem mestan skilning á
Biblíunni og jafnframt hvatningu til að tileinka sér líferni Jesú Krists.
Og kærleikurinn ætti að vera öllum fyrir öllu.
Sjálfur lilífði hann sér ekki við, né vanrækti að gefa þeim gott eftir-
dæmi. Flann vaknaði oft klukkan um fimm á nóttum og reis þá úr rekkju
til að undirbúa sig undir kennsluna.
Og bæði í tali og framgöngu var hann til fyrirmyndar.
Til skilnings á því, hver verkmaður Ásmundur biskup var, eru talin
hér nokkur af aukastörfum hans önnur en þau, sem nefnd hafa verið: Hann
var Kirkjuþingsmaður 1932-59. Sat lengi í Háskólaráði. 1 milliþinganefnd
i skólamálum. J nefnd til að endurskoða löggjöf íslenzku kirkjunnar. For-
maður Prestafélags Islands 1929-1954. Kenndi kristinfræði við Kennara-
skólann árin 1928-1954. Sat 13 ár í Barnaverndarráði Islands og starfaði að
fræðslulöggjöf og löggjöf um skipun preslakalla hér á landi.
Af furðumörgum ritum má nefna: Fr. mtíð þjóðkirkjunnar. Inngangs-