Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 21
ANDVARI
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON
19
fræði Gamla testamentisins. Helgisiðabók íslenzku þjóðkirkjunnar (með
öðrum). Samstofna guðspjöllin. Skýringar Markúsarguðspjalls. Sögu ísraels-
þjóðarinnar. Ágrip af almennri trúarbragðasögu. Apokrýfar bækur Gamla-
testamentisins. Kirkjan og vorir tímar.
Tvö af stærstu ritverkunum og þau, sem flesta mun fýsa að lesa, eru þó
ótalin:
Onnur bókin beitir ,,]órsalaför“. Hún er skráð af vinunum og sam-
starfsmönnunum, próf. Ásmundi Guðmundssyni og próf. Magnúsi Jóns-
syni, sem fóru saman til Gyðingalands sumarið 1939 og kynntu sér þar
margt, sem þá fýsti að kanna, og varð förin þeim ógleymanleg.
Bókin er myndskrýdd og frásagnirnar margvís'legar.
Hér er aðeins gripið örlítið brot úr kafla próf. Ásnrundar um Sesareu
Fili'ppí:
Það er játningin sú [Þú ert Kristur] og það, sem Jesús sagði við læri-
sveina sína þá, sem fyllir bug minn á þessum stað, undir skógarbrekkun-
um og innan um trén ungu og háu í þessu litla Ásbyrgi. Hvort það var bér
á hæðunum fyrir ofan mig, sem Jesús staðfesti játninguna með ummyndun
sinni, veit ég ekki. Mér er það jafn óljóst nú og þegar ég var staddur á Tabor.
En þetta er áreiðanlega béraðið, þar sem samræðurnar helgu um það, bver
Jesús væri, áttu sér stað. Því meira sem ég bugsa um þær, því fegurri ljóma
bregður yfir það, og það befst í æðra veldi. Mér finnst ég ekki vera í neinum
vafa um það, hvað eitt flóðið kallar á annað, eða fossarnir duna.
Ég sé í anda hér í skóginum flokk ungra manna. Þeir eru nýkomnir úr
ferð um Landið belga. Þeir hafa verið að boða komu Guðs ríkis í orði og verki
- með lækningum sínum. Þeir sitja í hnapp umhverfis meistara sinn og
segja honum frá ferðum sínum, sem hann hafði sent þá í. Þeir horfa á hann
vonaraugum, eins og þeir vilji lesa úr svip hans leyndardóm. Þá loks á þess-
urn yndislega stað, undir fannatindum Hermons við vatnaklið Jórdanar og
veldi skóganna, hefur hann þær samræður, sem þeir höfðu þráð mest af öllu:
„Hvern segja menn mig vera?“ Glampinn, sem færist í augu þeirra,
sýnir þegar, að hjörtun taka að brenna. Þeir segja frá því, sem þeir heyrðu
til fólksins á ferðum sínum. Sumir telja hann Elía, aðrir Jerenna, • *nn
aðrir spámann í líkingu við Móse. Hann er fyrirrennari Messiasar, en svo
ekki heldur meira. „En þér,“ spyr hann, „hvern segið þér mig vera?“ Þetta
er það, sem þeir hafa verið cð tala um undanfarið, tveir og tveir, og allir
í einum hóp. Hann, senr sendi þá til þess að boða Guðs nki, er sjaifur
kominn með það. Ekkert augnablik á ævi þeirra gat enn jafnazt á við
þetta. Það er eins og allt, sem þeir höfðu lifað með hönum og reynt, birtist