Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 23
ANDVARI
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON
21
'?fir: .,Menn öÖlast ekki slika trú. er leggur undir sig lönd og joióðir. né
slikan kraft til kristniboðs við sjúklega ofskyniun. Til þess ]rarf sanna
reynslu, er g?gntekur bug og hjarta.“ Það er ekki vegurinn til aS öðlast
hetjuluncl og siðgæÖisþrótt, að menn lifi í blekkingum, og fyrr eða síðar
kemur bá veila þeirra í Ijós.
Fullgild skýring er aðeins ein á því, að hugdeigir og fáráðir lærisveinar
Tesú verða að ósigrandi hetjum - sönn revnsla þeirra, að meistari þeirra og
drottinn lifir. Hún verður aflvTinn í lífi þeirra og uDpspretta boðskapar
þeirra. Þeir Tifa í samfélagi við binn upprisna frelsara, Jesú Krist.
Og það er einnig lífæð kristninnar á öllum öldum.
BoðskaDur hinna fornu heimilda er studdur skýrum vitnisburði op
veigamildum.
1 fyrsta lagi þeim, að kristin kirkja er til. Hefði dauði Jesú á krossi
rofið að fullu og öllu samfélag lærisveinanna við hann, þá væri vant að siá.
hvernig kirkjan hefði átt að rísa og enn erfiðara að skilia. hvernig hún hefði
mátt standa aldirnar nítján. sem liðnar eru síð°n. Þá hefði sjálfan horn-
steminn vantað, trúna á það, að Tesús væri 'fvrir upprisuna Messías, sonur
Guðs.
I öðru lagi stvður bað boðskapinn. að Nýia test'amentið skuli vera til.
Hverium mundi haH komið til bugar að semia rit þess, ef Tesús hefði að-
eins verið tekinn af lífi sem uonreisnarmaður og svo öllu verið lokið? Hvert
blað í beirri bók er skrifað af mönnum. sem trúðu á drottin UDnrisinn.
Páskasól upnrisunnar bregður lióma á bað allt, og einkum á fagnaðar-
erindi hans sjálfs, sem birtist þá fyrst í fullkominni dýrð. Eilífur páskadagur
gefur hverju og einu ljós og lit. Það eru ekki upprisufrásagnirnar einar, sem
boða staðreynd upprisunnar, heldur einnig Nýja testamentið allt. Lífið,
sem streymir þar alstaðar frá upphafi til enda og megnar enn að gagntaka
hugi og hjörtu, er sama lífið, sem drottinn vakti upprisinn í sálum læri-
sveina sinna.
T þriðja ]agi er máttugur vitnisburður drottinsdagsins. Hann verður
kristnum mönnum þegar aðalhelgidagur vikunnar — kristnuðum Gvðingum
jafnvel meiri en sabbatsdagurinn - og kemur síðar í hans stað. Birtu
upprisunnar leggur yfir sérhvern fyrsta dag vikunnar (Marlc. 16,2; Lúk.
24,1; Matt. 28,1; Jóh. 20,1). Af hverju? Af því að þennan dag birtist Jesús
fyrsta sinni upprisinn Símoni Pétri, Maríu Magdalenu, Emmauslærisvein-
unum og „hinum ellefu". Og næsta sunnudag birtist Jesús einnig Tómasi
asamt hinum lærisveinunum. Þannig var staðfestur fyrir sjónum þeirra spá-