Andvari - 01.01.1982, Side 28
26
GUNNAR ARNASON
ANDVARI
Nokkru síðar sendi biskup Hirðisbréf til presta og prófasta.
Eftir að hafa þak'kað af albug fyrir að hafa fengið lögmæta kosningu,
segir hann:
„Ekkert er jafndýrlegt sem það að fá að reyna, að Guðs samverkamenn
erum vér. Með vilja Guðs fyrir augum þrái ég að vinna það starf, sem
hann hefur falið mér, og bið hann um hjálp til þess, að ég megi reynast
trúr. Náð Guðs sé grundvöllur starfa vorra í Jesú nafni.“
Síðan minnist hann fyrirrennara síns Sigurgeirs biskups Sigurðssonar
innilega. Þótt prestsstarfið íiafi verið stutt, kennsla verið aðalviðfangsefni
sitt í um 35 ár, hafi hann oft eins og fundið heimþrá til þess og verið Ijúft rð
búa æskumenn undir það. Og hann mælir: ..Guðfræðivísindin hafa verið
heilög fræði í augum mínum, og þau hef ég viljað stunda óháður öllum
kennisetningum og spyrja um það eitt, hvað væri satt og rétt. Eg héf talið
r nnsókn Eleilagrar ritningar, frjálsa og óháða, ekki aðeins leyfilega, lieldvr
beinlínis skyldu. . . . Eg vil af öllu hjarta taka undir með Lehtones erki-
hiskupi Finna í Hirðisbréfi hans: „Kirkiunni er það hollara að lifa í víðáttu
og frelsi rannsóknanna. heldur en halda sér dauðalialdi í kenningar fyrri
tíða.“ Og síðar segir erkibiskup:
..Samvizkan upplýst af anda hans (þ. e. Krists) vísar veginn og kennir oss
að meta rit Heilagrar ritningar eftir því hve þau halda Kristi fram.“ . . . Bók-
staf Biblíunnar getur mjög skeikað, „en andi hennar leiðir óskeikull til
Krists."
Gagnrýni ýmissa guðfræðinga telur hann hafa farið út í öfgar og komizt
að rangri og neikvæðri niðurstöðu. Jafnvel sé svo farið, ?ð sumir haldi
því fram, að mest gæti í Nýja testamentinu goðsagna og helgisagna og frá-
sagnir guðspjallanna séu marg?r hverjar aðkomnar sögur, runnar frá heiðn-
um dómi eða gyðingdómi. En biskup kveður, að guðfræðirannsóknirn-
ar hafi kennt sér, ,,að kristindómurinn stendur sögulega traustum fótum og
heimildarrit hans eru örugg.“ Og hann segir ennfremur: „Hefur það orðið
fögnuður ævi minnar að virða fyrir mér líf Jesú í ljósi sögunnar og finna,
hvernig kirkja hans er reist á bjargi, sem hvergi mun bifast um aldir alda.“
Þá ræðir biskup nokkuð um guðfræðideilurnar síðustu áratugi undan-
farinnar aldar, en þó einkum fyrstu tugi þessarar. Telur hann, að séra
Matthías Jochumsson hafi haft þar mikil áhrif með ljóðum sínum og sr. Páll
Sigurðsson í Gaulverjabæ með frábærum ræðum.
Mun það rétt, en ekki má gleyma, fyrst þess er getið, að nefna hlut-
deild Jóns biskups Helgasonar og Haralds Níelssonar. Sjálfur leynir biskup
því ekki, að hann sé talinn á þeim væng. En því fór fjarri, að hann væri