Andvari - 01.01.1982, Page 32
30
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
Var stofnað þar nýtt biskupsdæmi til minningar um 8 alda afmæli kristin-
dómsins þar í landi.
Síðan var farið á fund höfuðbiskupsins í Moskvu og þaðan til Lenin-
grad og Kiev.
Biskupi fannst þar mikið til um kirkjulíf fólksins, sem hann hitti, og
var afar hrifinn af söngvum og helgiathöfnum, og hvað mest i kirkju
patríarksins í Moskvu.
Á heimleiðinni sat biskup svo stjórnarfund Kirknasambands Norður-
landa í Skörum á Vestra-Gautlandi.
Var þetta ein a£ hans mestu fagnaðarferðum.
Ásmundur Guðmundsson reyndist góður og farsæll hiskup, meðan hann
sat á stóli.
Einn af lærisveinum hans sagði mér nýlega, að 'hann hefði ékki getað
sætt sig að fullu við nýguðfræði prófessorsins á þeim tíma, sem hann lærði
hjá honum. Svo hefði verið um surna fleiri.
En þegar hann kynntist honum síðar sem biskupi, hefði hann séð til
fulls, hvaÖ Ásmundi var umhugað um kristni og kirkju, fagurt líferni,
trausta guðstrú og sannkærleika - og þá hefði sér skilizt, hve góður hann
var og hæfur biskup. Slíkt mundu fleiri játa.
Þótt þess sé ekki að vænta, að Ásmundur Guðmundsson verði talinn
meðal hinna mestu biskupa, svo stutta tíð sem hann sat á stóli, ætla ég,
að fáir hafi horft öftar á fótspor frelsarans en hann.