Andvari - 01.01.1982, Page 35
ANDVAHI
CODEX ARGENTEIIS
33
Grafhýsi ÞiSreks af Bern í Ravenna.
engu að síður helgirit Austgota. Gotar studdust við hana í guðsþjónustunni,
en Rómverjar fylgdu latneska textanum. Hann átti langan þróunarferil að
baki og var fulltrúi öflugri menningar en hinn gotneski, enda fór svo, að
áhrif latneska textans urðu sterkari. Petta kom einkum fram í stafagerð-
inni, en þeirra gætir einnig í öðru. í fornlatneskum biblíuhandritum, upp-
runnum á Norður-ftalíu, eru guðspjöllin í þessari röð: Mattheus, Jóhannes,
Lúkas, Markús. Peirri röð er einnig fylgt í gotnesku biblíutextanum, það
reyndist nauðsynlegt, þar sem textar á báðum málunum, latínu og gotnesku,
voru talsvert við hafðir, ekki sízt á eldra skeiðinu.
Pörf var á mörgum eintökum gotneska biblíutextans, og skrifaraskól-
inn í Ravenna og Verona hefur eflaust lagt til fjölda handrita, þótt megin-
hluti þeirra sé nú glataður. Lítið hefur að líkindum verið borið í flest þeirra.
Einstaka hafa verið gerð af virkilegri snilld, og einn slíkur kjörgripur er Codex
Argenteus.
Hann er skrifaður af tveimur listaskrifurum á valið purpuralitt pergament,
unnið úr skinni nýfæddra kálfa eða kálfa, sem teknir hafa verið fyrir burð.
Bókstafirnir eru sennilega fengnir úr hinu gotneska stafrófi Wulfila og hér
greinilega dregnir eftir fyrirmynd rómverskra upphafstafa, svo að úr verður
mjög stílföst og listræn skrautskrift. Gullbókstafir setja sérstakan glæsibrag
á fyrstu þrjár línur hvers guðspjalls. Þeir eru einnig hafðir til þess m. a. að