Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 39

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 39
ANDVARI CODEX ARGENTEUS 37 í heimshluta okkar. Westfalir tóku kristni, og hin nýja trú ruddi sér skref fyrir skref til rúms í heimi Germana. í hinum nýju héruðum kaþólsku kirkjunnar, eins og hinum eldri, var latínan biblíumálið. Codex Argenteus hafði runnið sitt skeið sem virkur boðberi kristindómsins. Ovíst er, hvernig Silfurbiblían var á sig komin, þegar Ljúðgeir flutti hana til Werden (ef það var þá hann). Hér rennum við blint í sjóinn. Ætla má þó með nokkrum sanni, að hún hafi þá ekki lengur verið heil. Talið er, að hún hafi í upphafi verið alls 336 blöð. Af þeim eru í Uppsölum 187 blöð. Við bætist svo eitt blað, er dr. Franz Haffner fann í október 1970. Var það í aflagðri geymslu helgra dóma dómkirkjunnar í Speyer, og vakti fundur þess mikla athygli. Blaðið er hið síðasta í Markúsarguðspjalli og þar með hand- ritinu öllu. Þetta blað, sem varðar svo mjög sögu handritsins, hefur sennilega orðið snemma viðskila við aðalhluta bókarinnar.1 Vera má, að texti þeirra 148 blaða, sem vantar í bókina (eins og margra annarra gotneskra handrita, sbr. hér að framan), hafi verið skafinn brott og þau verið notuð til annars. Þá kann og nokkuð að hafa eyðilagzt í Werden. Eldsvoðar urðu tvisvar í klaustrinu á 12. og 13. öld. Sennilega hefur hinn varðveitti aðalhluti handritsins sofið Þyrnirósarsvefni öldum saman í Werden-klaustrinu. Ekkert verður sagt með vissu um það skeið tilvistar þess. Það virðist a. m. k. hafa verið alls óþekkt, unz það allt í einu stígur fram í dagsljósið um miðja 16. öld, en um þær mundir verður fyrst vart vaknandi áhuga á forngermönskum málum. Tveir fræðimenn, fæddir í Flandern, fengu vitneskju um handritið í Werden. Þeir voru Georg Cassander, kunnur að því að láta að sér kveða í sínum fræðum, og Cornelius Wouters kanoki. Athygli lærðra manna beindist nú að handritinu, er varð kunnugt í uppskriftum og af því, sem um það var ritað. Upplýsingar af því tagi komu fyrst fram á prenti 1569. í verki um gotneskt letur og gotneskt mál, sem Hollendingurinn Bonaventura Vulcanius gaf út 1597, sjáurn við í fyrsta sinni á prenti nafnið „Codex Argenteus“. Því fvlgja allmörg sýnishorn (gotneskra stafa eftir tréskorinni mynd, umritaðir stafir og í latneskri þýðingu). Landi Vulcaniusar, Janus Gruter, birtir í hinu volduga safnverki sínu Inscriptiones antiquae (Fornir textar) tvo langa samfellda kafla úr handritinu. Gruter hafði fengið textana úr uppskrift kortagerðarmannsins Arnolds Merca- tors. Hann segir (að sögn Gruters), að í Werden sé „afar gamalt handrit, skrifað fyrir um 1000 árum á pergament gull- og silfurstöfum, innihaldandi 3) Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir sögu þessa blaðs. Jan-Olof Tjader prófessor mun fara nærri um það, að blaðið hafi þegar á 7. eða 8. öld orðið viðskila við aðalhluta bókar- innar, samtímis því að hún var tekin úr upj>liaflegu bandi. Það hafi verið skrautband, skreytt eðalmálmi og dýrgripum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.