Andvari - 01.01.1982, Page 40
38
TÖNNES KLEBERG
ANDVARI
verk guðspjallamannanna fjögurra, en hörmulega lasið og sundurslitið og
sökum ókunnugleika bókbindarans ruglingslega bundið“. Þá er því lýst,
hversu erfitt sé að lesa textann vegna þess, ,,að bókstafirnir séu farnir að
blikna af aldri og því torræðir“.
Þegar þessi orð voru rituð, hvíldi Codex Argenteus áreiðanlega ekki
lengur í sinni klausturró. Rudolf keisari annar, sem var listelskur og safnaði
bæði listaverkum og handritum, hafði eignazt, óvíst með hverjum hætti,
þennan skrautlega dýrgrip Werden-klaustursins og flutt hann í eftirlætishöll
sína, bæheimsku konungsborgina í Prag. En vistin þar reyndist stuttur kafli
í margra alda ævi Silfurbiblíunnar.
Á síðasta ári 30 ára stríðsins, í júlí 1648, gerðu Svíar undir stjórn Hans
Christophers von Königsmarck áhlaup á þann hluta Prag, sem liggur á vinstri
Moldárbökkum, svokallaðri Litluströnd, þar sem eru kastalinn Hradcany
og ríkustu klaustrin og hallirnar. Hin miklu listasöfn keisarans urðu herfang
sigurvegaranna. En meðal þeirra dýrgripa, sem fluttir voru til Stokkhólms,
var gotneska Silfurbiblían, þótt henni hafi þá naumast verið nokkur sérstakur
gaumur gefinn.
Codex Argenteus lenti nú í hinu frábæra bókasafni Kristínar drottningar,
sem efnt var til að nokkru með herfangi og að nokkru með verulegum kaup-
um víðs vegar að. Drottningin var óvemulega lærð, hámenntuð á sinnar tíðar
vísu. Hún talaði mörg tungumál og hafði áhuga á enn öðrum. En svo langt
náði hann þó ekki, að hún bæri sig eftir hinu gleymda og næstum óþekkta
verki Wulfila, hinu fyrsta á germönsku ritmáli, og því handriti, er var
merkust heimilda um það. Hefði svo verið, væri Silfurbiblían líklega ekki
nú í Svíþjóð.
Kristín afsalaði sér völd.um í ríkissalnum í Uppsalahöll sumarið 1654.
Skömmu síðar hvarf hún úr landi og settist að í Róm, hafði þá tekið
kaþólska trú. Hún hafði með sér til Ítalíu merkustu og mætustu handrit
sín. Þau fengu efíir lát hennar 1689 griðastað í Vaticanbókasafninu. En
Codex Argenteus hafði ekki orðið samferða meginhluta drottningarsafns-
ins og því ekki snúið aftur til Ítalíu, þess lands, sem handritið var upp-
runnið í. Það var nú komið í eigu annars manns.
Mikill ruglingur lcomst á allar fjárreiður við hirð Kristínar nokkru áður
en hún sagði af sér. Lánardrottnum var goldið í alls konar dýrgripum,
listaverkum og klæðum. Meðal kröfuhafa var bókavörður drottningar, mál-
fræðingurinn mikli Isaac Vossius, hollenzkur að ætt. Honum var greitt í
handritum, sumum mjög dýrmætum. Codex Argenteus var eitt þeirra. Þegar
Vossius sneri aftur til heimalands síns, komst Silfurbiblían enn á flakk, í síðasta
sinn á fjölskrúðugri ævi.
Vossius var mjög lærður maður og einn fremsti handritafræðingur síns
ííma. En hann virðist þó hafa borið jafnlítið skyn og drottning á verðleika og