Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 40

Andvari - 01.01.1982, Page 40
38 TÖNNES KLEBERG ANDVARI verk guðspjallamannanna fjögurra, en hörmulega lasið og sundurslitið og sökum ókunnugleika bókbindarans ruglingslega bundið“. Þá er því lýst, hversu erfitt sé að lesa textann vegna þess, ,,að bókstafirnir séu farnir að blikna af aldri og því torræðir“. Þegar þessi orð voru rituð, hvíldi Codex Argenteus áreiðanlega ekki lengur í sinni klausturró. Rudolf keisari annar, sem var listelskur og safnaði bæði listaverkum og handritum, hafði eignazt, óvíst með hverjum hætti, þennan skrautlega dýrgrip Werden-klaustursins og flutt hann í eftirlætishöll sína, bæheimsku konungsborgina í Prag. En vistin þar reyndist stuttur kafli í margra alda ævi Silfurbiblíunnar. Á síðasta ári 30 ára stríðsins, í júlí 1648, gerðu Svíar undir stjórn Hans Christophers von Königsmarck áhlaup á þann hluta Prag, sem liggur á vinstri Moldárbökkum, svokallaðri Litluströnd, þar sem eru kastalinn Hradcany og ríkustu klaustrin og hallirnar. Hin miklu listasöfn keisarans urðu herfang sigurvegaranna. En meðal þeirra dýrgripa, sem fluttir voru til Stokkhólms, var gotneska Silfurbiblían, þótt henni hafi þá naumast verið nokkur sérstakur gaumur gefinn. Codex Argenteus lenti nú í hinu frábæra bókasafni Kristínar drottningar, sem efnt var til að nokkru með herfangi og að nokkru með verulegum kaup- um víðs vegar að. Drottningin var óvemulega lærð, hámenntuð á sinnar tíðar vísu. Hún talaði mörg tungumál og hafði áhuga á enn öðrum. En svo langt náði hann þó ekki, að hún bæri sig eftir hinu gleymda og næstum óþekkta verki Wulfila, hinu fyrsta á germönsku ritmáli, og því handriti, er var merkust heimilda um það. Hefði svo verið, væri Silfurbiblían líklega ekki nú í Svíþjóð. Kristín afsalaði sér völd.um í ríkissalnum í Uppsalahöll sumarið 1654. Skömmu síðar hvarf hún úr landi og settist að í Róm, hafði þá tekið kaþólska trú. Hún hafði með sér til Ítalíu merkustu og mætustu handrit sín. Þau fengu efíir lát hennar 1689 griðastað í Vaticanbókasafninu. En Codex Argenteus hafði ekki orðið samferða meginhluta drottningarsafns- ins og því ekki snúið aftur til Ítalíu, þess lands, sem handritið var upp- runnið í. Það var nú komið í eigu annars manns. Mikill ruglingur lcomst á allar fjárreiður við hirð Kristínar nokkru áður en hún sagði af sér. Lánardrottnum var goldið í alls konar dýrgripum, listaverkum og klæðum. Meðal kröfuhafa var bókavörður drottningar, mál- fræðingurinn mikli Isaac Vossius, hollenzkur að ætt. Honum var greitt í handritum, sumum mjög dýrmætum. Codex Argenteus var eitt þeirra. Þegar Vossius sneri aftur til heimalands síns, komst Silfurbiblían enn á flakk, í síðasta sinn á fjölskrúðugri ævi. Vossius var mjög lærður maður og einn fremsti handritafræðingur síns ííma. En hann virðist þó hafa borið jafnlítið skyn og drottning á verðleika og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.