Andvari - 01.01.1982, Page 43
ANDVARI
CODEX ARGENTEUS
41
hins upprisna Sannleika; kona, sem heldur í annarri hendi á Codex Argenteus,
en bendir með hinni á Wulfila, sem situr í biskupsskrúða og er að skrifa
„umrædda bók“. Á minnisskildi, sem englar halda á, stendur skrifað: „Vlphila
redivivus, et patriae restitutus cura MG De la Gardie R|egni | S|veciae]
Cancellarij Anno 1669“ (Wulfila vakinn til lífs að nýju og endurfærður föð-
urlandinu af M. G. De la Gardie kanslara Svíaríkis 1669). Á bakhlið eru
hins vegar sýnd skjaldarmerki De la Gardie ættarinnar. Vegna nýja bandsins
fleygðu menn gömlu „fátæklegu umbúðunum“. Þeir gerðu sér á þeim tímum
ekki grein fyrir því alvarlegu tjóni, sem með því var unnið.
Þegar Codex Argenteus var afhentur, var hann ,,í sérstaklega þar til gerðum
kistli“ úr dökklituðu birki, klæddum innan rauðu flosklæði. Kistillinn er enn
varðveittur.
Gjöfinni til staðfestingar var samtímis afhent „gjafa- og skipunarbréf
skrifað á pergament, virðulegt skjal, er einn af bókavörðum De la Gardie,
síðar lagaprófessor í Uppsölum, gekk frá; háskólaráð gaf honum „fyrir ómak-
ið 16 ríkisdali í spesíum“.
Codex Argenteus var afhentur Háskólabókasafninu í Uppsölum „til ævar-
andi eignar“. Hann fékk þegar þann heiðurssess, er hann síðan hefur slcipað
sem mesti dýrgripur handritakyns í safninu og landinu öllu. Hann varð snemma
einstæður sýnisgripur, er dró að sér athygli gesta, jafnt ferðalanga sem fræði-
manna.
Hinn lærði hirðmaður og sendimaður frá Florenz, Lorenzo Magalotti,
skoðaði bókina þegar árið 1674. Honum þótti ekki sérstaklega mikið koma
til bókasafnsins í Uppsölum, en nefnir Codex Argenteus, þegar talinu víkur að
safninu, og segir: „Hann er ríkulega bundinn í silfur með útskornum lágmynd-
um og er geymdur í ebenholtskistli.“ Hér er, eins og við höfum séð, ekki
alveg rétt með farið.
Nær heilli öld síðar, í hinum örlagaríka ágústmánuði 1772, heimsótti ungur
íslenzkur lærdómsmaður og síðar biskup í heimalandi sínu, Hannes Finns-
son, Uppsali og bókasafnið þar, er þá var enn til húsa í Gustavianum. Codex
Argenteus var að sögn hans geymdur í læstum kistli á borði í einu safnher-
berginu. Málfræðingurinn mikli Johan Ihre hafði einn lykil að kistlinum, en
ég vík síðar stuttlega að rannsóknum hans. Og það var einnig Ihre, er sýndi
hinum íslenzka gesti handritið fræga.
Af öðrum ferðamönnum fyrri tíðar, er skoðuðu hrifnir Codex Argenteus,
skulu hér einungis tveir nefndir. Rússneski vísindamaðurinn Jakov Karlovitj
Grot, er var afar vel heima í sænskri tungu og menningu, kom til Svíþjóðar
sumarið 1847 og dvaldist um haustið eina viku í Uppsölum. í einum hinna
stóru bókasala í Carolina Rediviva sá Grot í hinum djúpu gluggakistum sýning-
arborð, þar sem sýndir voru mestu dýrgripirnir. Meðal þeirra nefnir hann
vitaskuld Codex Argenteus, sem „einn megnaði að teygja hvern furðulegan