Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 50

Andvari - 01.01.1982, Page 50
48 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON ANDVARI verið rakin eru að minni hyggju beztur fáanlegur leiðarvísir til mats Islendinga- sagna.“° Seiðurinn fjallar annars um textarannsóknir í norrænni trúarbragðasögu. I þessu verki er í fyrsta skipti gerð tilraun til að kanna allar tilvitnanir urn seið sem fyrirfinnast í norrænum ritum, brjóta þær til mergjar merkingarlega og skipa seiðnum sem fyrirbæri í almennt trúarsögulegt samhengi. Svo sem eðli- legt er, þá koma íslenzkar heimildir víða til álita í þessu sambandi. Er þar fyrst að nefna Eiríks sögu rauða, þá Vatnsdælu, Laxdælu, Gísla sögu Súrssonar, Egils sögu, Njáls sögu o. fl. auk fornkvæða, Heimskringlu og Fornaldarsagna Norðurlanda. Þetta tímamótaverk Dag Strömbácks hefur því gegnt miklu hlut- verki fyrir alla þá sem láta sig varða rannsóknir á Islendingasögum og öðrum íslenzkum fornbókmenntum, jafnt hér á landi sem annars staðar. Og Seiðurinn hefur einstaklega vel staðizt tímans tönn, því að allt frá því að þetta rit kom út hefur verið almennt viðurkennt, að þau grundvallarsjónarmið sem þar eru sett fram um eðli seiðsins annarsvegar og um tengsl seiðs og shamanisma hins vegar séu á traustum rökum reist. Margar síðari tíma rannsóknir hafa rennt enn frekari stoðum undir þær meginniðurstöður Dag Strömbácks sem settar eru fram í Seið.7 Á sjötugsafmæli Dag Strömbácks kom út úrval ritgerða hans er bar heitið: Folklore och Ftlologi, sem með nokkurri nákvæmni má þýða: „Pjóðfræði og textafræði“. í þessari bók eru tuttugu ritgerðir eftir Dag Strömbáck frá árunum 1928-1963. Enda þótt hér sé aðeins um úrval að ræða, gefa þessar greinar ágæta yfirsýn yfir hin fjölbreytilegu viðfangsefni sem Dag Strömbáck tók til meðferðar á þessu tímabili. Hann gerir í aðfararorðum bókarinnar grein fyrir því, að hann hafi aðhyllzt þann rannsóknarskóla í þjóðfræði sem þeir í öndverðu lögðu grundvöll að, Moltke Moe í Noregi og Axel Olrik í Dan- mörku.'J Þessi skóli segir hann að hafi heillað sig frá námsárum og verið sér stefnumótandi í kennslu og rannsóknarleiðsögn þjóðfræðinnar við Uppsala- háskóla. Eg vík hér að nokkrum greinum í nefndri bók, og þá einkum að þeim sem beinlínis snerta íslenzk efni. ,,Að helga land. Rannsóknir á Landnámu og elztu helgiathöfnum við lánd- námið,“10 heitir elzta greinin í bókinni. Hún er frá árinu 1928 og birtist fyrst í afmælisriti sem gefið var út í tilefni sextugsafmælis hins víðkunna Uppsala- heimspekings Axel Hágerströms. Eins og nafnið ber með sér er hér tekið til meðferðar íslenzkt rannsóknarefni. Eru fyrst dregnar fram tilvitnanir úr Land- námabók og öðrum fornritum íslenzkum um það hvernig landnámsmenn helg- uðu sér land í öndverðu. Þessar fátæklegu og brotakenndu lýsingar Landnáma- bókar og annarra íslenzkra rita eru síðan bornar saman við aðrar norrænar og evrópskar heimildir, einkum lög, og þannig gerð tilraun til að varpa ljósi á atferli landnámsmannanna. Samanburðardæmi úr síðari alda hjátrú eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.