Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 51

Andvari - 01.01.1982, Side 51
ANDVAIU ÞJÓÐFRÆÐI OG ÞAKKARSKULD 49 einnig dregin fram, þar sem þau geta verið til hliðsjónar til skýringar á hinu forna atferli. Þegar þessi ritgerð var tekin saman stóðu Landnámurannsóknir enn á frumstigi og margt var óljóst í sambandi við ritun Landnámabókar og inn- byrðis tengsl einstakra rita, sem síðan hefur verið greitt úr.11 Þrátt fyrir þetta heldur ritgerð Dag Strömbácks fyllilega gildi sínu enn þann dag í dag. Skarp- skyggni hans og fundvísi á það sem máli skiptir nýtur sín hér sem endranær. I einni ritgerð sem hér birtist er fram haldið þeim umræðum um Islend- ingasögur, sem hafizt höfðu í Seið. Ritgerðin ber yfirskriftina: „Hlutur höf- undar og sagnhefð í íslendingasögum,“1:! og birtist fyrst árið 1943. I upp- hafi ritgerðarinnar er rakið allt það helzta sem um Islendingasögur hafði verið ritað á fjórða áratugnum og er ánægjulegt að sjá hve mikill hlutur íslenzkra fræðimanna er þar tiltölulega. Er sérstaklega getið hins merka frumkvæðis Sig- urðar Nordals, en einnig vikið að riti Einars Ól. Sveinssonar: Um Njálu, sem Dag Strömbáck telur „eitt af fremstu ritum Reykjavíkurskólans“. Þá fer hann miklum viðurkenningarorðum um skrif Jóns Helgasonar í „Norrænni bók- menntasögu“ 1934, og talar um skýra og rökfasta framsetningu hans.13 Þessi ritgerð Dag Strömbácks er að verulegu leyti andóf gegn viðhorfum sem skömmu áður höfðu verið sett fram, að íslendingasögur væru grein á meiði skáldsagnabókmennta sem upprunnar væru í Frakklandi. Grundvöllur hefði verið lagður að þeim með þýðingu „Tristrams sögu“, sem bróðir Róbert er sagður hafa snarað fyrir Hákon konung Hákonarson árið 1226. Til andsvars þessum skoðunum varpar Dag Strömbáck fyrst fram tveimur spurningum. Fyrst hvort íslendingasögur séu skáldsögur og í öðru lagi, ef svo sé, hvort þurfi að gera ráð fyrir að þær eigi rætur að rekja til bókmenntahefðar sem upprunnin væri við hirð Hákonar Hákonarsonar, grundvölluð á frönskum riddarasögum.14 Síðari spurningunni svarar Dag Strömbáck með tilvitnun í Hungurvöku, en þar segir: „Þat berr ok annat til þessa rits, at teygja til þess unga rnenn, at kynnisk várt mál at ráða, þat er á norrænu er ritat, lög eða sögur eða mann- fræði.“ Hér stendur skýrum orðum, að sögur hafi verið ritaðar fyrr en Hung- urvaka, og þar sem Hungurvaka hefur nokkuð samhljóða verið tímasett laust eftir 1200 af fræðimönnum, þá virðist liggja hér ljóst fyrir, að íslendingasögur hafi verið til á íslandi á fyrstu áratugum 13. aldar, alténd fyrir 1223.1,1 Fyrri spurningunni, hvort Islendingasögur séu skáldsögur og í framhaldi af því, hvaða efniviður liggi þeirn til grundvallar, svarar Dag Strömbáck í alllöngu máli í þessari ritgerð. Ég vitna hér til orða hans á tveimur stöðum um þetta. Fyrri tilvitnunin er á þessa leið: „Þær íslendingasögur sem hafa orðið ódauðlegar og við þekkjum bezt og okkur þykir vænst um, Egils saga, Gunnlaugs saga, Laxdæla, Gísla saga Súrs- sonar, Njáls saga, Hrafnkels saga o. s. frv. eru list og óvefengjanlegar bók-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.