Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 54

Andvari - 01.01.1982, Page 54
52 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON ANDVARI í norrænum arfsögnum",33 er út kom 1976. Par tekur hann fyrir svipað við- fangsefni og hann hafði fjallað um í Seiðnum rúmum fjörutíu árum fyrr, en einskorðar sig þó hér frekar við hugmyndir um sál mannsins í hinum fornu ritum og hvernig menn ímynduðu sér að hugurinn gæti yfirgefið manninn í lif- anda lífi og skilað sér aftur. I þessari ritgerð er mjög stuðzt við fornar íslenzkar heimildir, en einnig þjóðsögur síðari alda og íslenzka þjóðhætti Jónasar frá Hrafnagili.34 Pegar „Pjóðfræði og textafræði“ kom út ritaði Bo Almqvist, prófessor í Dublin, ýtarlegan og lærðan ritdóm um verkið, þar sem einstakar ritgerðir fengu verðuga umfjöllun. I lok þessa ritdóms komst hann þannig að orði: „Þegar til lengdar lætur getur ekkert komið í staðinn fyrir beint samband við frumheimildirnar. Ný kynslóð hlýtur smám saman að gera sér ljóst til hlítar, að hið liðna er langt frá því að vera úrelt og dautt, heldur er það ómissandi hluti lifandi veruleika. I framtíðarviðleitni þjóðfræðinga að auðga þekkingu á lífsskilyrðum mannsins og innsta eðli er það sannfæring mín, að rannsóknir Dag Strömbácks reynist sú uppsprettulind sem aldrei þverr.“3r’ Þessi orð geta íslenzkir þjóðfræðingar einnig gert að sínurn. Dag Strömbáck var um rúmlega aldarfjórðungsskeið ritstjóri tímaritsins Arv í Uppsölum. Hann lét af ritstjórn í september 1978, þá nýlega orðinn 78 ára. Síðasta árganginum sem hann ritstýrði fylgdi hann úr hlaði m. a. með svofelldum orðum: „Þegar ég tók við ritstjórn Arv árið 1952 stcSð tímaritið föstum fótum í norrænum textarannsóknum og sögulegum rannsóknaraðferðum. Ég hef leitazt við að halda fast við sömu stefnu, en það hefur orðið æ augljósara eftir því sem árin hafa liðið, að breyttir tímar fara í hönd. Annarsvegar er hin gamla og æru- verða stefna sem á upptök sín í textafræði, fornleifafræði, trúarbragðasögu og bókmenntum, en hins vegar sú stefna er ber hátt nú um stundir og beinir þjóðfræðirannsóknum í átt til félagsmannfræði, félagsfræði og tölfræðilegra rannsóknaraðferða. Ég hef reynt að taka mið af báðum þessum straumum, enda þótt ég viðurkenni fúslega að rannsóknarviðfangsefni eldri tíma standa hjarta mínu nær, einkum miðaldarannsóknir og önnur söguleg viðfangsefni og texta- fræðilegar og málvísindalegar rannsóknaraðferðir. I norrænum þjóðfræðirann- sóknum hafa mínar uppörvandi fyrirmyndir ætíð verið Moltke Moe, Axel Olrik og Kaarle Krohn.“30 Rúmum tveimur mánuðum eftir að þetta var ritað lézt Dag Strömbáck. Eftirmaður hans í Uppsölum, prófessor Anna Birgitta Rooth, getur þess í minn- ingargrein, að hann hafi jafnvel síðasta árið verið önnum kafinn við ritgerðir og rannsóknarvinnu og það svo, að hann hafi fengið frestað fyrirhuguðu nám- skeiðshaldi við sína gömlu stofnun vegna anna. Hann hafi notið þeirrar ham- ingju að einangrast ekki þótt hann kæmist á eftirlaunaaldurinn og verið hlað- inn starfsorku og fullur bjartsýni til hinztu stundar."'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.