Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 55
ANDVARI
ÞJÓÐFRÆÐI OG ÞAKKARSKULD
53
Lauri Honko, prófessor í Ábo, segir á þessa leið m.a. í minningargrein:
„Textafræðileg hugðarefni Dag Strömbácks áttu ekki fullkomna samleið með
grundvallarviðhorfum nútímaþjóðfræðinga, en við hljótum að dást að skarp-
skyggni hans og menningarviðhorfum í rannsóknum. Þegar hann vekur athygli
á því, að höfundar forn-norrænna texta hafi raunverulega séð varúlfa og heldur
uppi vörnum fyrir sögulegum einkennum „íslendingasagna“ sem sögu fámenns
samfélags, þá er hann í raun mjög nærri skilningi sumra mannfræðinga og
þjóðfræðinga samtímans á viðfangsefnum sínum.“38
Gösta Berg prófessor víkur í minningargrein sérstaklega að bókinni
„Kristnun íslands“ og því hve tímamót í lífi manna og þjóða hafi heillað Dag
Strömbáck. Og hann bætir við: „Maður veitir því athygli, að lýsing hans á
Hallfreði vandræðaskáldi er svo lifandi af því að Dag Strömbáck fann hjá
sjálfum sér þann sérstæða hæfileika sem Hallfreður hafði til að bera. Hann
var fóstraður í fornum sið, en honum var engu að síður lagið að opna hug
sinn fyrir nýjum hugmyndum og nýjum lífsháttum.“39
II
Ég kynntist Dag Strömbáck fyrst af verkum hans. Sejd las ég til prófs í
trúarbragðasögu í Stokkhólmi á sjötta áratugnum og varð það rit mér kveikja
ýmissa hugmynda er ég bjó að lengi. Og skömmu síðar las ég einnig Þiðranda
og dísirnar og sökkti mér sérstaklega niður í það verk í rannsóknarskyni. Eg
þekkti því það vel til Dag Strömbácks af ritum hans árið 1964, er mér gafst
kostur á að halda til framhaldsnáms til rannsóknar á kristnitökunni á Islandi,
að mér virtist einsýnt að leita til hans um handleiðslu. Um miðjan september
sama ár kvaddi ég dyra hjá starfsfólki hans í Landsmáls- och folkminnesarkivet í
Uppsölum og skömmu síðar sat ég andspænis þessum fyrirmannlega og hlýja
lærdómsmanni og skýrði honum frá aðstöðu minni og óskum. Enda þótt ég
væri þá þegar með talsvert slangur af prófum, þá voru þó nokkrir meinbugir
a að ég gæti hafið rannsóknarnám undir handleiðslu Dag Strömbácks. En hann
benti mér fljótlega á þá einu leið sem fær væri, og á þessum fundi var gerð
áætlun, sem reyndist það vel, að eftir henni vann ég næstu tuttugu mánuðina.
Á þessum fyrsta viðræðufundi kom tvennt fram sem einkenndi Dag Ström-
báck. Annars vegar hlýhugur hans og velvild og vilji til að leysa hvers manns
vandræði, en hins vegar strangar og ófrávíkjanlegar kröfur hans gagnvart
rannsóknum og vísindalegum vinnubröaðum. Þetta tvennt sameinaði hann á
aðdáunarverðan hátt og átti ég eftir að kynnast því betur.
Dag Strömbáck kenndi ekki mikið þá tvo vetur sem ég dvaldist við deild
hans í Uppsölum. En hann flutti á þessum tíma fyrirlestraröð um norræn trúar-
hrögð, sem sótt var jafnt úr öðrum deildum sem af hans eigin nemendum. Þá
stjórnaði hann á hálfs mánaðar fresti umræðufundum, þar sem tekin voru fyrir
tannsóknarverkefni á lokastigi eða viðraðir einstakir kaflar úr væntanlegum