Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 59

Andvari - 01.01.1982, Síða 59
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: ,?Fel ei lýsigullið góða” Samantekt úr ljóðum og bréfum Stephans G. Stephanssonar Naumast mun nokkurt íslenzkt skáld hafa verið jafn opinspjallt um sjálft sig, hlutverk sitt og viðhorf til skáldskaparins sem Stephan G. Stephansson. Hann reifar þetta allt í kvæðum sínum og bréfum og leggur þeim til, sem vinna vilja úr þessum þætti, mikinn efnivið. Þegar um það var rætt að láta ævisögu fylgja Andvökum, fyrstu þremur bindunum, færðist Stephan undan því, eða eins og hann segir í bréfi til Eggerts Jóhannssonar 28. nóvember 1909: ,,Já, ævisögu-sóttin er býsna almenn, en mína ævisögu, allt sem fólk varðar um, sé það nolckuð, má lesa í kvæðunum sjálfum." Þess var elcki að vænta, að Stephan vísaði mönnum þá jafnframt á bréfin, en hann hefur þó eflaust gert sér grein fyrir því snemma, að þau yrðu engu síður en kvæðin heimildir um ævi hans. I bréfi til Baldurs Sveinssonar 8. nóvember 1925 fer hann svofelldum almennum orðum um heimildargildi bréfa og er þá að ræða bréf þau, er hann hafði fengið frá vinum sínum um dagana: í bréfum er oft eina ,,ævisagan“ að gagni - ég á við þá, sem æðst er og innanbrjósts. Þau eru eins og skjáir á þekju úti þeim sem inni er, sýna með því, hvernig stráin beygjast, hvaðan vindur stendur, það er að segja, þau sem eru um annað en veðurfar og búrdalla. Slík bréf merkra manna ættu að geymast til upprisudags.“ í því, sem hér fer á eftir, verður gripið niður í kvæðum Stephans og bréfum allt frá því um 1890 og nokkuð framyfir Islandsferð hans 1917. Þótt Stephan G. Stephansson byrji ungur að yrkja og sum kvæði frá elzta skeiði skáldskaparferils hans sýni glöggt, hvers hann var þá megnugur, lcveður hann sér ekki verulega hljóðs fyrr en um eða upp úr 1890, þegar hann tekur að birta kvæði sín unnvörpum í blöðum og tímaritum. Segja má, að árið 1891 marki tímamót á ferli Stephans, og frá því ári er kvæði það, Bragamál, er hann gerði að einkunnarorðum sínum í 1. bindi Andvakna 1909. Kvæðið birtist upphaflega í Heimskringlu 29. júlí 1891 og var þá fjögur erindi í stað þriggja í Andvöku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.