Andvari - 01.01.1982, Side 61
ANDVAIU
,.I:EL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“
59
Stephan rís gegn þessari kenningu Gests í kvæði, er hann kallar Uppörvun:
Lát óskelfdnr heimsku hof
háðs í eldi brenna -
miskunn veldu og manndáð lof,
meðan veldur penna.
Lát óm þinna hljómfalla opna þér dyr
í íslenzku kotin,
og hritt því, að málið sem hugdirfði fyrr
sé herlúður brotinn.
Ég skil það, að hann geri heiminum gagn,
sem huggar, en letur -
en skáldsins í valdi er voldugra magn,
sem vekur og etur.
Stephan hafði í Grottasöng, voldugu kvæði, er hann birti í Heimskringlu
25. febrúar 1891, svnt, að hann kunni bæði að vekja og etja. Hann segir þar
í 2. erindi:
Þessar hendur hafa unnið
heimsins þunga mannlífsstarf.
Hvað að launum? Hvar er runnið
kjarahapp til vor í arf
okkar feðrum frá, sem þreyttir,
frelsi ræntir, blóði sveittir
unnið höfðu i örbirgð kaldri
æviverk á hálfum aldri?
Hlutu lokalaunin ríf:
leiði týnt um slitið líf.
En kvæðinu lýkur hann með þessu erindi:
Upp, mót kúgun, eymd og spilling,
öld þó byltist líkt og haf.
Látum alla lygagylling
leirnum mannlífs skolast af.
Hræðumst ei þótt hrynji og falli
heimskugoð af vanans stalli.
Fyrst vor trú á þau er þrotin,
þau mega gjarnan liggja brotin.
Trú, sem brast, er brást í nauð
björg, sem væntum hjálparsnauð.