Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Síða 63

Andvari - 01.01.1982, Síða 63
ANUVAR! 61 „FEL EI LÝSIGULLIÐ GÖÐA" eru sumar þær lýsingar í ætt við hugleiðingar hans hér að ofan, svo sem lýsingin í kvæði því, er nefnist Hláku-asinn og er frá þessu sama ári, 1899: Haralyndur hlákuvindur, höfundur, sem engan stælir, sitt í eigin orðum mælir, hvað sem hugsar tún og tindur, starfar, stundar straums og grundar öflin leysa úr isatjóðri, opna dyrnar fyrir gróðri, rumska því, sem bundið blundar. Hugur neins þig hending bindur, hlákuvindur. Stephan orti eitt sinn þessar frægu og fleygu hendingar: Eg er bóndi allt mitt á undir sól og regni. Og hvers konar veður er alltaf ofarlega í honum. í bréfi til Eggerts Jóhanns- sonar 11. janúar 1906 kemst hann m. a. svo að orði: „Atvik ráða skáldskap- argróðrinum, eins og vortíðin grassprettunni, og gott kvæði er eins upp í erminni manns eins og sólskinið á morgun.“ En síðar í sama bréfi segir hann, þar sem hann ræðir almennt um kjör sín og aðstöðu: „Fyrir mörgum árum byrjaði ég að búa, áhöldin öll voru exi og reka, og 75 cent átti ég í vasanum. Þetta hefur lagazt, áhöldin eru nú ólíkt fleiri, og vasapeningarnir oft meiri og stundum minni. En að vera svolítið hneigður til ritstarfa einhverra, geta aldrei eignazt áhöldin, ýmsar stuðningsbækur, sem manni eru ómissandi til að minna sig á, né helztu ritin nýjustu til að haldast í hendur við stefnur samtímans, það er eitt af því, sem sverfur að. Og svo saknar maður þess stundum að þurfa út til vinnunnar, rétt þegar það hefir rignt ofan í huga manns kvæðisefni, sem manni finnst fallegt og langar til að gera eitthvað úr. Maður veit það þarf að grípast strax til að hemjast, en má það ekki.“ Þeirri sælu og ró, sem færist yfir skáldið, þegar hins vegar vel hefur til tekizt og kvæðinu er lokið, lýsir Stephan snilldarlega í erindi frá árinu 1901, er nefnist Albata:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.