Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 68
66
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
Jóhannssonar 6. júní 1910 ræðir hann um viðtökurnar vestan hafs og segir
þá m. a.: ,,Hér eigum við í höggi við bókmenntalega afturför fjöldans íslenzka,
óalþýðleika sjálfs mín, óttann við skoðanir mínar, stirfnina, tilfinningalevsið
og „torfið“ og bölsýnina, sem búið var að núa inn í almenning, og ofsjónina
yfir þessari ,,frægð“ minni - heilög hamingjan!“
Stephan hafði áður, í bréfi til Rögnvalds Péturssonar 19. nóvember 1906,
vikið að sumu því sama og hér með svofelldum orðum:
„Hérna á fyrri tíð og yngri árum, „er glaður ég raust mína hóf“, var
öllum kennt, að ég væri torskilinn og bölsýnn, þangað til að það varð þjóð-
trú. Þá var fáum um það gefið, að fólki fyndist það skilja mig, - eins og við
var að búast! Mönnum er illa við áreynslu, og sannleikurinn á nærfötunum
einum þykir aldrei prestur í hempu. Þættist múgamaðurinn skilja, hvað ég
sagði, hlaut „kritikin“ og lærdómurinn að vita, að það var ekki svo. Sjálf-
sagt var þetta að sumu leyti satt. En hvað mikið af því var satt, aðeins á þann
hátt, að það, sem ég var að reyna að segja, var nýjung í hugsunarhættinum,
sem menn þekktu ekki deili á og var öðruvísi en það, sem þeir voru vanastir
við - og hvað mikið var aftur mitt ,,myrkraverk“, það eru sakir sér. Nú er þagað
um bölsýni og dróttkvæða orðaskipun, það sem skilningurinn helzt steytti á.
Mér er ekkert gramt út af neinu þessu. Ef eitthvað af því voru hindurvitni,
þá fer það sömu leið eins og önnur hindurvitni. Yfir höfuð hefir kvæðunum
mínum verið vel fagnað - kannske um skör fram. Eg er hjartans ánægður með
það „meðalverð allra meðalverða“, sem út úr því fæst.“
Eitt af því, sem Stephan telur að aðrir ofætli í kveðskap sínum, eru áhrif
erlendra skálda á hann. Stephan reifar þetta í bréfi til Þorsteins Erlingssonar
6. september 1910:
„Svipi einhverjum hugsunum saman, mun það oftar, að hending ræður því,
eða þá líkt loftslag af andlegu andrúmi, sem tveir ókunnugir menn hafa lent í,
en mér hafi borizt það í bókum þeirra. Yfirleitt er ég dauðans illa að mér í
veraldarskáldskapnum, og tel ég mér það ekki til gildis. Fátækt mín og tíma-
leysi stóð þar í vegi og eigin sérvizka, sú, að ef maður límdi sig ofan í einhvern,
stæði sá í hættu með það að apa eftir kækina hans, en kæfa sitt eigið, og því
verr sem sá væri voldugri, en maður sjálfur vesælli! Vikuna sem leið sagði
einn lærði maðurinn okkar mér sjálfum, að ég væri þaullesinn í Browning.
Eg hefi lesið eitt eða tvö kvæði, smáhúsganga eftir Browning. Elcki er frægra frá
að segja.“
Fyrr á þessu sama ári, í bréfi til Rögnvalds Péturssonar 28. apríl, hafði
hann fjallað um aðra áráttu manna, sem sé þá, að sum kvæðanna væru bein-
línis ort með ákveðnar íslenzkar persónur eða stefnur í huga. Hann segir þar
m. a.:
„Ég er þaulvanur þessu í lífinu, að mönnum sárni við mig eða þyki vænt