Andvari - 01.01.1982, Page 70
68
FINNBOGI GOÐMUNDSSON
ANDVARI
yfir farinn veg, sumarið, sem senn sé liðið og hann vilji nú þakka - og halda í,
meðan kostur er.
Aður en, sumar, að þú ferð
út í lang-gleymskuna,
upp úr þögn ég þakka verð
þér fyrir samveruna.
í brjóst þitt er að koma kul
og klaka og skugga minnin,
og byrja að verða granagul
þín græna skógarkinnin.
Og ofsinn hefur oft og títt
um yllivið þinn rokið
og mjúka lausahárið hvítt
af hnappa kollum strokið.
En fyrst þú lítur ennþá inn
og ert mér sólskinshæli:
Um háls þér legg ég hugann minn
í hlýju eftirmæli.
Pó ei sé pyngjan punda-full
né purpurinn á fötum,
ég hef tínt mér álfagull,
til auðs, á þínum götum.
Pví blómsturgrund og geislasjó
mér gafst, unz rík við erum,
og af fuglum fullan skóg
og fótahvötum hérum.
Pó oft ég dæsti dumbum munn,
svo deildi ei kalt við granna,
er heyrði krunk í hverjum runn’
i krákum illviðranna.
Er þínar sumarsólskins brár
þér sigu, í skúra elfum,
og skýjahiminn hyljablár
haglaði jörð, i hvelfum.