Andvari - 01.01.1982, Page 73
ANDVARI
„FEL EI LÝSIGLILLIÐ GÓÐA"
71
Ég dylst ei þess, hvað dregur mig
að dásemd þessa fjarðar:
Mér fræðin kenndi hann fyrst á sig
um fegurð vorrar jarðar.
Og hafi ég nokkuð siðan séð,
er sjónar kallist virði.
ég veit það eygði andi, geð
og augu úr Skagafirði.
En næstsíðasta erindið er á þessa leið:
Svo hérna skil ég þá við þig.
Haf þökk! og sæll á meðan! -
I tröllahöndum tel ei mig,
þó tefjist för min héðan,
því kannske mór sé berjablár
og brúðberg angi á melum,
á fornum tóftum baldursbrá -
ég bíð, og mig fer vel um.
Stephan varð enn að bíða um sinn, unz hann kæmist sjálfur heim til ís-
lands. Honum var snemma árs 1913 boðið vestur að hafi til Vancouver og
nokkurra annarra staða á ströndinni, og varð sú för honum til mikillar upp-
lyftingar, eins og bæði kvæði hans og bréf votta. Er þar merkastur kvæða-
flokkurinn Ferðaföggur, úr skyndiför vestur á Kyrrahafsströnd. Hann yrkir
fyrst um ferðina fjalla milli vestur að hafi. Hann segir þar m. a.:
Satt er bezt, og þau eru ekki öll
yrkis virði. Sum eru þessi fjöll
loðnar pælur, pottlokaðar sköflum:
skapraun manns, að skreiðast kringum börð,
skriðuhlíð - og stundum undir jörð.
Lífið hefir kviksett mann með köflum!
Og skömmu síðar segir hann, er honum verður til samanburðar hugsað til
fjallanna á Fróni:
Ríkisþjóðir horfa heiminn á
hreppakonungs smæstu augum frá. -
Ég veit land - þó lægri þyki staður,
leiðin verri og hægðin miður tryggð.
Pað á fjöll, sem eru betur byggð.
Drottinn varð þar meiri listamaður.