Andvari - 01.01.1982, Síða 74
72
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Borgarerlinum í Vancouver lýsir hann svo:
Svona ganar borgarerill ær
um, til þess að vera jramtaks bær. -
Hvenær skulu velgerðin og verkin
vinnuhvötin - ekki dollarsmerkin?
Hvtlík sóun, bæði á hjarta og hug:
hégóminn og þetta óðaflug!
I kaflanum Með fjörum fram lýsir hann endurfundum sínum við hafið:
Manni er eins og inni í þessum straum
óri í mynd af hálfu-gleymdum draum -
sjór i vestur, viddir lengri en eygjum!
gljáslétt þiljan. Pvílík undursjón!
Parna firðir, víkur, sund og lón.
Hafið deplað allt með bláum eyjum.
Pað var æskuunun min að sjá
út á víði, sveitarbænum frá —
Ægir, ég varð fundi þínum feginn!
Hún er ættgeng þörfin mín á þér.
Pað er líka eins og hugsun hver
stígi upp úr hafi hrein og þvegin.
Þá fagnar hann ekki síður að finna hvarvetna Islendinga fyrir:
Hér er alltaf einhvers staðar nær
Islendingur. Pvi er mörk og sær,
borg og sveitir kostulegri og kærri.
Mér finnst víkka vináttan um það
við þig, heimur, hvert sem stefnir, að
vita sína næstu svona nærri.
En hvað um framtíðina?
Pegar skógur íslenzkunnar er
okkar daga líka felldur hér,
uppi í fjallshlíð, fram á strönd, i dalnum:
Mun i rústum runna verða að sjá,
rótum sviðnum gróðursprota frá,
eins og líf, sem leynist enn með valnum?