Andvari - 01.01.1982, Side 75
ANDVARI
, FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“
73
Og seinna segir hann:
Særinn þvær ei ættarmótið af. -
Eitt er grunsamt þó við Kyrrahaf,
mér fannst eins og af mér gengin vera
austanvérskan okkar, lengst um það
ónáðuð og sígizkandi: hvað
drottinn hafi gert og ætli að gera!
Pó þarf engan steypistorm í hæ
stefndan, til að glæða, fiman æ,
eldneistann frá arnstæðinu heima,
fluttan með þér hirðulaust um haf
hvert á land, svo missir naumast af.
Kveðin staka upp hann lætur eima.
Eins og flæðir undir lygnusjó
útsog, mitt í hlíðukjara ró
til sín dregur drauma ættarjörðin.
Kannske hnípir þráin innst í þér,
þessi, sem frá kynfylgjunum er,
rík, en einstæð, út við bjartan fjörðinn.
Heimshorgari er ógeðs yfirklór -
alþjóðrækni er hverjum manni of stór,
út úr seiling okkar stuttu höndum.
Hann, sem mennir mannafæstu þjóð,
menning heimsins þokar fram á slóð,
sparar hræ og hrösun stærri löndum.
Hugsunin um afdrif og örlög íslenzkunnar vestan hafs var ætíð ofarlega
í Stephani. Hann svaraði t. a. m. lögeggjan Matthíasar Jochumssonar í Bragar-
bót hans 1898 í mögnuðu kvæði með yfirskriftinni „Særi ég yður við sól og
báru,“ tekinni eftir upphafi síðasta erindisins í kvæði Matthíasar. Stephan lauk
sínu kvæði 1899 á þessa leið:
En týnt er ekki tungumál
- þó torkennt sé og blandið -
hjá fólki, er verður s'ina sál
að sækja í heimalandið.