Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 76
74
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Þó hér sé starf og velferð vor
og vonin, þroskinn, gróðinn,
er þar vort upphaf, afl og þor
og æskan, sagan, Ijóðin.
Sautján árum síðar, 1916, í Lestrarfélagsljóði á sumarsamkomu, segir hann
svo í fyrsta og síðasta erindi:
Við ýttum Vesturálfu til
frá Islands köldu ströndum.
Og margur flutti minni yl
frá miklu hlýrri löndum.
Við fundum, að í hörkum, hag
var hlýjuna að geyma
frá Ijósaukum við lágan dag
og langeldunum heima.
Þó okkar fari að fækka spor
um fyrstu sumardaga
og spyrjast Ijóðalokin vor
og lesin út vor saga,
skal allt til þess að að er setzt
við íslenzkt sumar fagna.
- Ef ,,feigur svanur syngur hezt”,
með sæmdum gefst að þagna.
Stephani var boðið til íslands 1917, var 7 mánuði í leiðangrinum (7. maí -
7. desember). I bréfi. sem hann skrifaði Guðmundi Finnbogasyni 23. febrúar
1918, segir svo í upphafi:
..Kæri vin, Guðmundur. -
Komdu nú blessaður og sæll, og beztu þökk fyrir fyrst og síðast. Annars
er ég í hálfgerðu ráðaleysi oftast að koma orðum að því, hversu ástúðlega
ykkur fórst allt við mig, og hinu, að eiga enga von um það nokkru sinni að
geta sýnt lií á að launa það neinu. Eg hefði svo gjarnan viljað skila ykkur
öllum einhverju jafngóðu í staðinn, skila öllu aftur nema alúðinni, því hana
mætti ég ekki við að missa.“
Þegar við hins vegar lesum þau kvæði, er hann orti og birti í ferðinni og út
voru gefin í einu lagi 1917 í kverinu Heimleiðis, verður ljóst, að enginn hefur
launað heimboð hingað til lands ríkulegar en Stephan G. Stephansson.
Stephan víkur að því eitt sinn í léttum tón í bréfi til Guttorms J. Gutt-
ormssonar skálds 4. maí 1918, hverjar viðtökur heimferðarkvæðin hefðu
fengið, og þá einkum á Islandi: