Andvari - 01.01.1982, Side 84
82
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARl
Hinn 12. nóvember 1882 skrifar
Tryggvi Þorvaldi lækni frá Kaupmanna-
höfn og víkur rakleitt að jarðamál-
unum:
Svo fór sem jeg sagði yður í sumar,
skiptarjetturinn hjer aðhylltist tillögur
mínar um söluna á Arnardal, svo kaup-
brjefið fylgir hjer með. Eins og þjer
sjáið er jörðin borguð með 1760 kr. og
afgangurinn af 2900 kr., sem Asgeir
borgaði strax, er settur í bráð í bank-
ann.
Nú hef jeg skrifað í dag langt brjef
til skiptarjettarins í Rkv. og sagt honum
frá ölium málavöxtum og þar á meðal
skorað á hann að selja . . . 4% hdr. að
fornu mati úr Ytri Arnardalshúsum til
ekkjunnar Margr. Sigurðardóttir og
senda yður brjefið með þessari póst-
ferð. Jeg hef gefið skiptaráðanda nægar
upplýsingar og þar á meðal sent honum
afskrift af meðlögðu kaupbrjefi og virð-
ingargjörðina af Gljúfrá. Jeg hef og
sagt, að óþarfi væri að setja alla þá
varnagla sem skiptarjetturinn hjer gjörði
af sinni vanalegu varasemi, um veð-
bönd, kauprjett Katarínusar og kaup-
brjef Frú Bjarnason.
Til þess ekki að þurfa að draga
skiptin á búi Jóns sál. Sigurðssonar
máske í fleyri [sic] ár þar til Gljúfrá
væri seld og borguð, þá gjörði jeg þá
tillögu að skipta Vi jörðinni eða útleggja
hana Gjafasjóði Jóns Sigurðssonar.
Þessa tillögu aðhylltust skiptarjettur
og landshöfðingi - sem umráðamaður
Legatsins15 - svo nú á þessi sjóður Vi
Gljúfrá; máske skiptarjetturinn í Rkv.
útleggji Bókmenntafl. uppí sína skuld
Vi hinn úr Gljúfrá.10 Jeg hef borgað
skiftarjettinum hjer 30 kr. 9 a. af eftir-
gjaldinu sem hjá yður liggur af nefndri
jörð, og getur það komið upp í okkar
millireikninga. Einsog þjer sjáið kost-
aði stimpillinn á kaupbrjefið fyrir Arn-
ardal 11,65 a. sem jeg hef tekið af
þeim peningum sem hjá mjer voru.
Þar sjáið þjer einnig að kaupandinn á
að eiga Vi af eftirgjaldinu af Arnardal
þetta yfir standandi ár, en hinn helm-
inginn á búið að fá, en sú er meining
í því, að jeg og þjer eigum að hafa
þann part fyrir kostnað okkar og fyrir-
höfn fyrir söluna og öðru því er að
jörðinni lítur (sic) þar til hún er af-
hent kaupanda, við getum á sínum tíma
jafnað þetta, jeg hef ekki frá því fyrsta
til þessa dags tekið einn eyrir fyrir alla
umsjón mína og fyrirhöfn við þetta bú,
og ætlaðist heldur ekki til þess.
En nú kemur það sem máske er at-
hugavert - þjer segið að búin hafi átt
í Neðri Arnardal og Ytri Arnardalshús-
um, en skiptarjetturinn hjer hafði aldrei
heyrt nefnt að búið ætti nema Arnardal,
svo jeg þorði ekki annað en láta hann
selja 4V3 hdr. úr Arnardal einum og
ekki nefna fleyri (sic) jarðir; sömuleiðis
hef jeg sagt skiptaráðanda í Rkv. að
selja aðeins 4V3 hdr. úr Arnardalshús-
um, og ekki nefnt aðra eign, til þess
að sem minnst krull yrði og ekki þyrfti
að selja part úr tveim jörðum í sama
kaupbrjefi. Mjer þætti gott ef þetta er
rjett og þjer gætuð látið það órótað
standa, þetta má í sama stað koma,
þegar eignin öll til samans er 13 hdr.
í báðum jörðunum og hún - ekkjan -
kaupir 8% hdr. og á sjálf í sömu eign
4% hdr., þá getur hún jafnað þetta
sjálf. Sje misskilningur í þessu, bið jeg
yður að skrifa mjer það með fyrstu
ferð, en ekki skiptaráðanda hjer eða í
Rkv., þá skal jeg laga misfellurnar. -
Jeg vil biðja yður framvegis að sjá
eftir jörð og afgjaldi af Arnardal og
Gljúfrá, þar til viðkomandi eigendur
gjöra aðra ráðstöfun. - Landskuldina
verður að færa niður svo mikið að