Andvari - 01.01.1982, Page 89
LOFTUR GUTTORMSSON:
Franska byltingin í Evrópu 1789-1794
Franska byltingin var ekki frekar en aðrar voldugar þjóðfélagshreyfingar
einskorðuð við móðurlandið. Þegar á fyrsta ári hennar bárust hugsjónir frelsis
og jafnréttis vítt um Evrópu og vöktu í grannlöndum Frakka þjóðfélagsum-
brot sem minntu um margt á þau er voru gengin á undan í ættlandi bylt-
ingarinnar. í gagnkvæmum áhrifum þess sem gerðist heima fyrir og erlendis
fólst einmitt eitt helsta hreyfiaflið er markaði rás byltingaráranna 1789-94.
Þess vegna er forvitnilegt að skoða hvernig hið franska ættarmót byltingar-
innar samrýmdist alþjóðlegri skírskotun hennar. Oðrum þræði fól franska
byltingin í sér kveikju að alþjóðlegu stéttastríði, en að hinu leytinu hafði
hún í för með sér vopnaátök milli gróinna ríkishagsmuna gömlu Evrópu og
hins nýja, borgaralega ríkisvalds Frakka.! Byltingin lýsti yfir þjóðarfullveldi,
en hafði jafnframt tilhneigingu til að færa þjóðunum, fullvalda í orði kveðnu,
frelsi með frönskum byssustingjum. Þessar andstæður og mótsagnir - sem
minna óneitanlega á aðstæður okkar tíma - verða greindar og raktar stuttlega
hér á eftir.
íhaldsmaður hveður sér hljóðs.
Liðlega hálfri öld áður en Karl Marx lýsti yfir því að vofa kommúnismans
gengi ljósum logum um Evrópu sá enski heiðursmaðurinn Edmund Burke
aðra byltingarófreskju fara hamförum um meginlandið. Hann lýsti henni
svofelldum orðum:
„Upp af gröf hins myrta konungdæmis í Frakklandi hefur risið ógnarleg,
ólöguleg vofa í miklu skelfilegra gervi en nokkur sem hefur hrellt menn
og bugað hingað til. Þessi hryllilega óvættur sem skálmar rakleitt að
markinu, fífldjörf og purkunarlaus, forsmáandi alla góða siðu og öll
venjuleg meðul - þessi óvættur hefur bugað þá sem trúðu því að hún
ætti sér yfirleitt enga tilvist, heldur trúðu aðeins á þær meginreglur
sem þeir höfðu sannfærst um, af vana fremur en eðlisnauðsyn, að væru
grundvöllur velfarnaðar þeirra og athafna í daglegu lífi.‘11 Þessi ófreskja
var Franska byltingin.