Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 89

Andvari - 01.01.1982, Page 89
LOFTUR GUTTORMSSON: Franska byltingin í Evrópu 1789-1794 Franska byltingin var ekki frekar en aðrar voldugar þjóðfélagshreyfingar einskorðuð við móðurlandið. Þegar á fyrsta ári hennar bárust hugsjónir frelsis og jafnréttis vítt um Evrópu og vöktu í grannlöndum Frakka þjóðfélagsum- brot sem minntu um margt á þau er voru gengin á undan í ættlandi bylt- ingarinnar. í gagnkvæmum áhrifum þess sem gerðist heima fyrir og erlendis fólst einmitt eitt helsta hreyfiaflið er markaði rás byltingaráranna 1789-94. Þess vegna er forvitnilegt að skoða hvernig hið franska ættarmót byltingar- innar samrýmdist alþjóðlegri skírskotun hennar. Oðrum þræði fól franska byltingin í sér kveikju að alþjóðlegu stéttastríði, en að hinu leytinu hafði hún í för með sér vopnaátök milli gróinna ríkishagsmuna gömlu Evrópu og hins nýja, borgaralega ríkisvalds Frakka.! Byltingin lýsti yfir þjóðarfullveldi, en hafði jafnframt tilhneigingu til að færa þjóðunum, fullvalda í orði kveðnu, frelsi með frönskum byssustingjum. Þessar andstæður og mótsagnir - sem minna óneitanlega á aðstæður okkar tíma - verða greindar og raktar stuttlega hér á eftir. íhaldsmaður hveður sér hljóðs. Liðlega hálfri öld áður en Karl Marx lýsti yfir því að vofa kommúnismans gengi ljósum logum um Evrópu sá enski heiðursmaðurinn Edmund Burke aðra byltingarófreskju fara hamförum um meginlandið. Hann lýsti henni svofelldum orðum: „Upp af gröf hins myrta konungdæmis í Frakklandi hefur risið ógnarleg, ólöguleg vofa í miklu skelfilegra gervi en nokkur sem hefur hrellt menn og bugað hingað til. Þessi hryllilega óvættur sem skálmar rakleitt að markinu, fífldjörf og purkunarlaus, forsmáandi alla góða siðu og öll venjuleg meðul - þessi óvættur hefur bugað þá sem trúðu því að hún ætti sér yfirleitt enga tilvist, heldur trúðu aðeins á þær meginreglur sem þeir höfðu sannfærst um, af vana fremur en eðlisnauðsyn, að væru grundvöllur velfarnaðar þeirra og athafna í daglegu lífi.‘11 Þessi ófreskja var Franska byltingin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.