Andvari - 01.01.1982, Page 92
90
LOFTUR GUTTORMSSON
ANDVARI
þjóðar. Til að mynda er jafnrétti þeirra, segir hann, andstætt náttúrunni,
því hvar eru þessi dæmi að söguþróunin hafi leitt til slíks ástands?:
. þeir sem reyna að jafna skapa aldrei jöfnuð. í öllum þjóðfélögum
sem hafa innan vébanda sinna þegna af ýmsum stigum hljóta einhverjir að
vera efstir. Því er það sem jafnaðarmennirnir (the nivellers) breyta aðeins
og spilla hinni náttúrlegu skipan mála.“8
Sérhver maður hlýtur í vöggugjöf ákveðnar skyldur í samræmi við eðli þess
þjóðfélags sem hann fæðist í og það liggur í eðli þjóðfélagsins að tengslin
milli einstaklinganna eru bundin stéttum og stigum.
Sama máli gegnir um lýðræðið sem Burke kallar lögmál fjöldans; það
stríðir ekki síður gegn náttúrunni:
,,Því er haldið fram að tuttugu og fjórar milljónir manna eigi að ráða yfir
tvö hundruð þúsund; það er rétt ef stjórnskipan konungdæmis væri
einfalt stærðfræðidæmi . . . En vilji fjöldans og hagsmunir hans fara
einatt ekki saman.“!’
Að áliti Burkes hefur almenningur ekki aðstæður til þess að kunna skil á
hagsmunum sínum, enda er það í samræmi við hina bresku arfleifð að hann
lúti forsjá upplýsts höfðingjaveldis.
Kveikja gagnbyltingar.
Engum sem les Hugleiðingar Burkes dylst að þær eru ekki sprottnar af
fræðimannlegum áhuga á því sem var að gerast hinum megin við Ermarsund.
Hann reyndi lítt að grafast fyrir rætur byltingarinnar, enda var hann sem
blindaður af dýrðarljóma Versalahirðarinnar:
„Nú eru liðin sextán eða seytján ár frá því að ég sá Frakklandsdrottningu
í Versölum. Aldrei hefur birst dásamlegri sýn á þessari jörð sem drottn-
ingin virtist þó vart snerta . . . Mér hefði síst boðið í grun að slík ógæfa
mundi henda hana hjá þjóð sem telur hugprúða drengi, tignarmenn og
riddara. Eg hefði ætlað að fyrr yrði tíu þúsund sverðum brugðið á loft
en særandi augnatillits í hennar garð, hvað þá heldur annars, yrði látið
óhefnt. - En öld riddaramennskunnar er liðin. Við hafa tekið sófistar,
hagspekingar og reikningsmeistarar; og dýrð Evrópu er úr sögunni
fyrir fullt og allt.“1('
Söknuði Burkes fylgdi kvíðablandin undrun yfir gangi byltingarinnar: