Andvari - 01.01.1982, Síða 99
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN
97
arnir máttu sjá það af dæmi Elsassbúa hvað verða vildi. Goethe sem hafði
hikað í fyrstu komst nú að þeirri niðurstöðu að „hinir siðspilltu Frakkar
væri óverðugir jafngöfugrar hugsjónar“.23 I árslok 1790 hafði páfinn for-
dæmt hina borgaralegu kirkjuskipan Frakka og skipað kaþólskum ríkjum í
varnarstöðu gegn byltingunni. Hinir kaþólsku stjórnendur Spánar settu land
sitt í sóttkví og skipuðu hersveitum sínum meðfram Pyreneafjöllum til þess
að hindra útbreiðslu byltingarpestarinnar. Jafnvel Pitt hinn enski sem hafði
horft af illkvittnislegri ánægju á byltingaröflin sundra einingu erkióvinarins
tók nú af öll tvímæli. I konunglegri yfirlýsingu sem hann samdi og birt var
í maí 1791 tók hann ,,opinberlega afstöðu gegn hinum frönsku prinsípum“,24
íhaldssamari whiggar hlutu nú að viðurkenna að Burke hafði verið framsýnni
en þeir; viðvörunarorð hans orkuðu nú svo sannfærandi á afturhaldssinna
að því var líkast sem spámaður hefði talað. Ástandið handan Ermarsunds gaf
bresku stjórninni kærkomið tækifæri til þess að hefja ofsóknir gegn hinni
róttæku umbótahreyfingu innanlands.
Þó að gagnbyltingin væri að verki í Evrópu allt frá 1790 innan hvers
lands voru margir þjóðhöfðingjar samt tregir til að svara áskorun Gústafs III
Svíakonungs og Katrínar II um krossferð gegn frönsku byltingunni. En eftir
hjálparbeiðni Lúðvíks XVI, misheppnaða flóttatilraun hans, uppljóstranir sem
sýndu leynimakk hirðarinnar við fjendur byltingarinnar harðnaði tónninn á
báða bóga. „Við munum losa heiminn við þessa þrjóta sem hafa svo lengi
undirokað þjóðirnar . . . Við höfum unnið þess eið að myrða alla harðstjóra
allt til hins síðasta . . . ,“ skrifaði Hébert í blað sitt, Le Pére Duchesne, í júlí
1791.23 Á hinn bóginn þrýstu nú frönsku aðalsmennirnir sem flúið höfðu
land í tugþúsunda tali á þjóðhöfðingja álfunnar að sýna í verki samheldni
gagnbyltingar af lanna.
Pillnitzyfirlýsing Habsborgarakeisara og Prússakonungs, sem gefin var út
í ágúst 1791, þýddi ekki að svo stöddu stríð gegn Frakklandi, en hún var
ótvíræð stríðsyfirlýsing gegn hinu nýja stjórnarfari, fullveldi þjóðarinnar sem
var lögfest með stjórnarskránni 1791, og hvatning til gagnbyltingaraflanna
að láta gömul þrætuepli víkja fyrir sameiginlegum málstað gagnbyltingarinnar.
Austurríkiskeisari samdi því frið við Tyrki og Katrín II fór að dæmi hans.
Smám saman staðfestist svo breitt bil í hugum manna milli byltingarinnar og
hinnar „gömlu“ Evrópu að engin málamiðlun sýndist möguleg. Nokkrum
árum síðar, þegar átökin milli þeirra stóðu sem hæst, undirstrikaði einn
fremsti hugmyndafræðingur gagnbyltingarinnar, Joseph de Maistre, ágreining-
inn með þessum orðum: „Eðli sínu samkvæmt er byltingin fjandsamleg
öllum ríkisstjórnum, hún hefur tilhneigingu til að kollvarpa þeim öllum og
af þessu leiðir að þær hafa allar hag af því að uppræta hana.“2b Sömu skoðun
lét Burke í ljós árið 1796 þegar hann svaraði þeim mönnum sem létu sér til
hugar koma að friðmælast við konungsmorðingjana: