Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 106

Andvari - 01.01.1982, Page 106
GÍSLI BRYNJÓLFSSON: Afaminning Fæðing og frumbernska. Á Garði (Regensen) í Kaupmannahöfn gilti sú regla um ráðningu starfs- fólks, að konurnar væru þannig að aldri og útliti, að þær gengju ekki í augu stúdentanna eða freistuðu þeirra á nokkurn hátt. Sama regla sýndist þeim, sem þetta ritar, mundi hafa gilt á stúdentagörðum í Cambridge, er hann dvaldist þar vetrartíma í Ridley Hall fyrir margt löngu. Hinsvegar virðist þessarar mann- legu varúðar ekki hafa gætt við ráðningu skólaþjónustanna á Bessastöðum. Þær voru yfirleitt á góðum aldri - giftingaraldri - ef svo mætti að orði komast. Árið 1826 voru í þjónustu Þorgríms skólaráðsmanns a. m. k. 6 stúlkur á aldr- inum 24-32 ára. Á meðal þeirra var Guðný Magnúsdóttir, tómthúsmanns, Ófeigssonar, sem var ættaður austan úr Flóa. Hún var fædd árið 1792 og er því sögð tveimur árum of ung í manntalinu 1826. Það ár, þann 3. október, fæddi hún son. Föður að honum lýsti hún Þórð studiosus Árnason í Odda á Rangárvöllum. Hafði hann veturinn áður verið í Bessastaðaskóla, en hlaut nú að hverfa þaðan vegna þessarar barneignar, enda gekkst hann greiðlega við faðerninu. Á fæðingardegi sínum, 3. október, var sveinninn vatni ausinn og nefndur Jón af stiftprófastinum í Görðum að viðstöddum þessum guðfeðg- inum: gullsmið Thomsen á Bessastöðum, cand. theol. Keyser ibid. [s.st.] og ljósmóður Guðrúnu á Seli. Það voru því góðir menn og gegnir, sem stóðu við skírnarlaug Jóns litla Þórðarsonar, þótt faðirinn væri víðs fjarri. Og svo er víst, að ekki var hann feigur, enda þótt þung hóstaveiki ,,burt rykktu öllum börnum, sem fæðzt hafa í Bessastaðasókn síðan ég kom, 19 að tölu, nema Egilsens Gröndal og einu til, sem skólapiltur eignaðist,“ eins og sr. Árni Helgason kemst að orði í bréfi 15. nóvember 1826. Fyrstu fjögur æviárin mun Jón hafa verið á vegum móður sinnar, en árið 1830 tók faðir hans hann til sín að Skarði á Landi, þar sem hann hafði tekið við búi með fyrri konu sinni, Vilborgu Ingvarsdóttur. Vel mun þessi merka kona hafa reynzt stjúpsyni sínum. Það má marka á því, að tvær dætur sínar lét hann heita nafni hennar, þótt ekki kæmist nema önnur þeirra til fullorðins- ára. Með föður sínum og stjúpu fluttist Jón litli út að Klausturhólum í Gríms-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.