Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 108

Andvari - 01.01.1982, Page 108
106 GÍSLI BRYNJOLFSSON ANDVARI 9-2 og 3- 7, þ. e. 9 tímar á dag alla rúmhelga daga. Launin voru 400 rd. á ári, hækkuðu síðar í 500. Aðeins einu sinni fékk Jón tækifæri til að létta sér upp frá skriftunum. Það var sumarið 1852. Þá fór hann með herra biskupnum í vísitazíuför um Vestfjörðu. Hófst hún 4. júlí að Kirkjubóli í Langadal og lauk 21. s. m. í Sauðlauksdal. Löngu síðar minntist sr. Jón á þessa Vestfjarðaför í bréfi til Jóns Árnasonar, sem þá hafði kvænzt og gengið að eiga Katrínu Þorvalds- dóttur, ekkju sr. Lárusar Johnsens í Holti í Onundarfirði. Segist sr. Jón minnast þess, að hann var, þegar biskup reið að Hjarðardal, eftir í Holti og spjallaði við maddömuna, sem spurði margs að sunnan. - Já, víða liggja vega- mótin í mannlífinu. Skyldi hún nokkuð muna eftir mér? spyr sr. Jón í bréfi sínu. Valinn af 13 umsækjendum. Aldrei sótti Jón Þórðarson um prestakall þau fimm ár, sem hann gegndi biskupsritarastarfinu. Síðar sagðist honum svo frá, að einu sinni hefði hann nefnt eitt brauð við biskup án þess að leggja fram umsókn. ,,Það er leiðinlegt að láta þá vera að neita sér.“ En þar kom, að honum þótti orðið nóg um kyrrseturnar við skrifborðið á biskupsstofu. Árið 1855 losnaði Auðkúla í Svínadal. Það þótti gott brauð, hægt til þjónustu, en tekjudrjúgt, einkum fyrir góðan búmann, því að prests- setrið var stórbýli með nokkrum hlunnindum. Kallið var því eftirsótt. Voru umsækjendur 2 kandidatar og 11 prestar, margir með langa þjónustu að baki. Engu að síður hlaut Jón biskupsritari brauðið og fékk veitingu fyrir því 8. apríl 1856. Segir Þjóðólfur, að sú veiting muni byggjast á ákvæðum gamalla Kansellí- bréfa um ,,rétt“ biskupsritara til embætta fram yfir aðra, nema Hafnar- kandidata. Er til þessara bréfa vitnað í umsögn biskups. En sjálfsagt hafa þó þyngst vegið meðmæli biskups sjálfs með þessum sínum góða skrifara eftir fimm ára starf, hann hafi „staðið sig merkilega vel - áunnið sér elsku hús- bónda síns og hylli, ekki aðeins með reglubundnu framferði og elskuverðu dagfari, heldur einnig sem efni í duglegan, árvakran og skyldurækinn embætt- ismann. Ég líka þekki mjög fáa unga geistlega menn, ef það annars er nokkur á hans reki, sem hér komast til jafns við hann í þeim eiginlegu skrifarastörf- um, hversvegna ég einnig álít hann vera bezta prófastsefni.“ Svo lét sr. Jón um mælt í æviágripi, sem hann skrifaði á vígsludegi sínum (vita) 26. júní 1856, að hann hefði lært meira á eins árs dvöl á heimili Helga biskups „heldur en reynsla alls lífs míns þar á undan gat kennt mér“. Hins- vegar segir hann á öðrum stað (í bréfi til Jóns Árnasonar), að kyrrseturnar við skrifborðið og kaupstaðarveran yfirleitt hafi verið á góðri leið með að skaða hann á heilsunni og slíta hann úr tengslum við líkamlega vinnu og sveita-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.