Andvari - 01.01.1982, Síða 110
108
c;ÍSLl BRYNJOLFSSON
ANDVAÍU
systur sinni og manni hennar vestur að Melgraseyri og þaðan með þeim norður
í Eyjafjörð. Alls var hún hjá þeim Briemshjónum í 11 ár og „jafnan önnur
hönd systur sinnar“, segir Sighvatur í Prestaævum.
,,Þú bcrð mikinn þokkakeim
Þegar eftir giftinguna hélt sr. Jón heim til brauðs síns með sína ungu
konu. Er þau sáu heim að Kúlu, er ekki ósennilegt, að sr. Jón hafi hugsað
eitthvað líkt og fyrirrennari hans í brauðinu gerði við sama tækifæri um
hálfri öld áður:
Þú berð mikinn þokkakeim,
þarf ei við þér fúla,
fallegt er að horfa heim
héðan á þig Kúla.
Ekki hefur sá. er þetta ritar, fundið úttekt Auðkúlustaðar, þegar sr. Tón
Þórðarson tók við honum. En í skýrslu um tekjur og gjöld Auðkúluprestakalls,
sem gerð var vegna brauðamatsins 1853, kemur m. a. fram eftirfarandi:
Törðin er metin á 30 hundruð. Henni fylgia 4 kúgildi. Túnið er um
20 dagsl. - að hálfu þýft og þyrkingslegt. Af því fást að meðaltali 6 kýrfóður.
Hálfrar engjarnar eru nærtækar, graslitlar mýrarslægjur, en helmingurinn harð-
slægir bakkar og móar, nokkuð bættar þessi árin með dýrum vatnsveitingum.
Land jarðarinnar liggur þannig við bænum, að það notast ekki nema með
selför - en án hennar er jörðin búsveltujörð á sumardag. Auðkúla er útbeitar-
jörð í betra lagi og ber að meðaltali 80 ær, 90 sauði, 30 lömb og 12 hross,
sem þó eru of fá til heimilisbrúkunar.
Tekjur prestakallsins eru taldar þessar:
rd. sk.
Leiga eftir prestssetursjörð m. kúgildum Kirkjujarðir: 44 50
Litlidalur 10 hndr. að dýrl. með eyðikoti Landskuld og leiga (kúgildis) 11 88
Túnsláttur1 5 3
Gafl Landsk. + leiga 8 56
Túnsláttur 5 3
Kárastaðir, Svínavatnskirkjujörð (smjörgjald og landskuld) 21
1) Frá alda öðli hvíldi sú kvöð á leiguliðum að slá dagsláttu (30 fertaðma) á túni prestssetursins.
Ef völlurinn var þýlður, var venja að stíga vaðinn niður við aðra eða þriðju hverja þúfu.