Andvari - 01.01.1982, Side 117
ANDVARI
AFAMINNING
115
Prestskonan sagði manni sínum frá atburði þessum um morguninn, og brá
svo við, að hann varð mjög myrkfælinn ávallt síðan.
Eftir sögn Guðmundar Sdhevings.
Sauðabóndi - sannur Svíndælingur.
Sr. Jón á Auðkúlu gerði aldrei mikið úr búmennsku sinni. Plann segist
vera „vitlaus afglapi í því ökonomiska“, og eftir langdvalir í kaupstað við
skólagöngu og skriftir telur hann sig vera kominn svo úr tengslum við sveita-
lífið og búskapinn, ,,að ég yfirleitt kunni ekki að lifa“. - En hvað sem þessu
líður, virðist hann hafa verið fljótur að komast upp á lagið við búskapinn,
kynnzt öllum aðstæðum út í æsar og lært að nota þá landkosti, sem Kúla bjó
yfir. - Fyrstu þrjú árin hafði sr. Jón bónda með sér á jörðinni, en tók hana
síðan alla til ábúðar og bjó þar stóru búi við mikla rausn, með um tuttugu
manns í heimili hátt í þrjá tugi ára.
Haustið eftir að sr. Jón fluttist norður, 1857, komu 12000 fjár til Auð-
kúluréttar, þriðjungur fullorðnir sauðir (Árbók Ferðafél. ísl. ’64). Kemur það
heim við það, sem í vísunni stendur:
Svínadalur elur ær
og ógnar sauðafjölda.
Sr. Jón fann það líka fljótt, að „enginn Svíndælingur getur hugsazt án sauða“.
En það ætlar ekki að ganga greitt að komast í þann hóp - verða sauðabóndi og
Svíndælingur með sóma og sann. Því olli fjárkláðinn og niðurskurðurinn í
kjölfar hans. „Það er ekki ónýtt fyrir mig að vera að strita við að koma öllu
mínu í kindaskjátur þessar. Ég vildi ég væri aftur orðinn biskupsskrifari.“
En svo tekur hann sig á: „Ekki tjáir að vera hrelldur. Drottinn hefur nóg ráð
að bjarga.“ - Þannig skrifar sr. Jón á gamlársdag 1857. í trú á Guð og í
trausti til forsjónar hans heldur hann inn í nýja árið. Og því fylgdu mörg bú-
skaparár sr. Jóns á Auðkúlu - sum hörð og köld og erfið ár. En þeim var öll-
um mætt með þessu kjörorði: Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Og
svo óx bú sr. Jóns þrátt fyrir misjafnt árferði, að árið 1878 var hann einn af
níu stærstu bændum á landinu.
Mörg er búmannsraunin.
Það komu margir harðir vetur og gjaffelldir á búskaparárum sr. Jóns á
Auðkúlu, þótt út yfir tæki um 1880 og síðar. „Ég prísa orðið alla, sem settir
eru á Suðurlandi, því að hafísinn og harðindin ætla nú að draga alla dáð úr
Norðlingnum, svo hætt er við hann sé að missa þjóðerniseinkunn sína -montið“
(20/1 70). Búskaparhættirnir breytast, því að „sá þykir nú beztur fjármað-
ur, sem elur skepnurnar bezt. Þetta er nú að vísu bæði manneskjulegt og
bezt upp á öll afnot af skepnunum, en aðrar eins jarðir og Kúla missa þar við