Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 126
124
GÍSLI BRYNJÓLFSSON
ANDVARI
maður á þeim rauða, því ekkert get ég orðið hlaupið fyrir mæði. - Það er
óbrotnara og náðugra lífið ykkar í Reykjavík (2.6. ’80).
Veðreiðar á Svínavatni: Við héldum hér veðreiðar á Svínavatni nýlega,
og komu margir vekringar fram á renniskeiðið og tveim hinum beztu veitt
verðlaun - önnur verðlaun portvínsflaska, sem menn gerðu sér strax á staðn-
um gott af (22.4. ’78).
Síðasta bréfið.
Eins og fyrr er sagt, eru í handritadeild Landsbókasafnsins 240 bréf frá
sr. Jóni Þórðarsyni til Tóns Árnasonar föðurbróður hans. Síðasta bréfið er
dagsett á Kúlu 4. marz 1885, rúmum fjórum mánuðum áður en sr. Jón and-
aðist. Það er á þessa leið.
Ástkæri bróðir.
Hiartanlega þakka ég þér þitt ástúðlega bréf með póstinum, og gleður
okkur að heyra vellíðan ykkar eftir því, sem maður getur ætlazt til af aldri
sínum og þessum okkar vanmeta líkama, sem á sér svo skamman aldur.
Við lifum við þetta sama g. s. 1., erum glöð, heilbrigð, en ég passa mig líka
að kúra í minni kyrrsetu, meðan veturinn liggur á með sínum heljarkulda,
því ég er orðinn svo næmur fyrir honum og það þó ég sé búinn skinnpeysu
eins og tröllin forðum.
Fvrir þorrann fengum við ágætustu hláku í hálfan mánuð, en þegar vilca
var af þorra, rauk á ofsa landnorðanveður með sífelldri stórhríð á hverjum
degi, og ég segi þér til dæmis, að einn Vatnsdælingur, sem var lagður á
stað út á Skagaströnd, var í 16 daga í burtu. - Með góunni létti af hríðunum
með hörkum - 10-12°. Það var snjólítið í útsveitum, en allur snjór hefur
sópazt til okkar í dölunum, svo hér er nú ókleif færð og fénaður inni á gjöf.
í dag er fyrst brugðið til sunnanáttar, hríð, en frostlítið og hvassveður, og ég
er að vona, að upp úr því hláni, en piltar mínir segja, að ég spái hláku
hvar sem ský dragi upp á himininn. . . . Frú Skaptasen er nýdáin og Guðríður
frá Háagerði móðursystir þín. Sr. Þorvaldur í Hnausum alltaf lasinn, oftast
í rúminu, þolir engan kulda. Eg er ósköp hræddur við heilsufar hans. Ekk-
ert er að frétta af þjóðlífinu. Það liggur allt í dái í hríðunum og enda er ég
aldrei inni í pólitík, en margt er sagt frá ykkur í Reykjavík (þ. e. í öðrum
bréfum en þið frændur skrifið), t. d. áhlaupið á borgarann og etc. Mér
þykir vænt um það sem þú segir mér af Dóra mínum, að hann hafi ei útslátt,
og á ég það eins og margt annað þér og reglusemi þinni að þakka. Reykjavík
er ekki orðin góður uppeldisskóli unglinganna, þó er skeytingarleysið um hið
andlega lakast. Þú lofar útsynninginn, en þú þekkir hann ekki nema á Suður-
landi, en ekki í Svínadal, þar sem hann þeytir bólstrunum út í loftið, þó þeir
séu reyrðir niður, og sigunum af heyjunum, hvað vel sem um er búið, já, hefur