Andvari - 01.01.1982, Side 131
HOLGER KJÆR:
Heimafræðsla og heimilisguðrækni
í fyrra birtust í Andvara nokkrir þættir úr bókinni Kampen om Hjemmet eftir danska
skólamanninn Holger Kjær í íslenzkri þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Hér verða nú
birtir nokkrir þættir til viðbótar, í þýðingu sr. Heimis Steinssonar. Lúta þeir af þeirri
fræðslu, sem veitt var á íslenzkum heimilum á 19. öld, og þá ekki sízt kristindómsfræðslunni.
Kaflinn um heimafræðsluna er hér ekki birtur allur, sleppt þáttunum um skriftar- og
stafsetningarkennsluna, ennfremur reikningskennsluna. En haldið er inngangi og lokaþætti,
þar sem litið er til þessara mála í víðara samhengi.
Þættir þessir eru sem þeir í fyrra þýddir með góðfúslegu leyfi barna höfundarins.
Söguleg þróun norrænnar heimakennslu
Mikið af því, sem íslenzk börn námu,
kom í hlut þeirra án tilsagnar, er þau
uxu upp og tóku efnalegt og andlegt
samfélag heimilisins að erfðum. Allt að
einu nutu börn nokkurrar fræðslu í síð-
ari tíma merkingu þess orðs. Sá þáttur
uppeldisins var einnig í höndum heim-
ilisins.
Ekki er auðvelt að fullyrða, hvernig
heimakennslan fór fram. Fleira er t. d.
vitað um kvöldvökuna. í fræðslumálum
er vissulega einnig unnt að greina sam-
eiginleg einkenni. En fræðsla var mis-
munandi á ýmsum tímum og frá húsi til
húss. A sumum heimilum var hún ræki-
legri en ella. Þegar aldamótin nálgast,
vaxa og þær kröfur, sem gerðar eru til
heimilanna. Hér á eftir verður vitnað til
einstakra frásagnarmanna til að sýna
þennan mismun. Fæðingarárs þeirra
verður einnig getið til áréttingar því
tfmaskeiði, sem um er að ræða.
Fyrir 1880 var heimilum sú skylda ein
á herðar lögð að fræða börn í kristin-
dómi og kenna þeim lestur. Þessi iðja
var gömul, einkum trúfræðsla heimil-
anna, sem á rætur að rekja til kaþólsku.
Miðaldakirkjan lagði raunar ekki mikla
áherzlu á fræðslu leikmanna. Eigi að
síður krafðist hún þess, að allir lærðu
credo og pater noster. í lögbók hins
forna íslenzka lýðveldis, Grágás, segir
t. d.:
Karlmanni hverjum er skylt, fulltíða,
að kunna orð þau að skíra barn og þau
atferli, er þar fylgja. Ef hann kann eigi
fyrir óræktar sakar, og varðar honum
fjörbaugsgarð, og á biskup að ráða fyrir
sök þeirri. Manni hverjum, er hyggjandi
hefir til, karlmanni og konu, er skylt að
kunna þater noster og credo in domin-
um. Ef hann vill eigi kunna og hafi hann
vit til, og varðar honum það fjörbaugs-
garð, og á biskup að ráða fyrir sök
þeirri, hver sækja skal.
A þessum tíma var kristinn barna-