Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 140

Andvari - 01.01.1982, Side 140
138 IOLGER KJÆR ANDVARI Lúthers, þá kapítularnir átta með kennisetningum, ritningarstöðum og skýringum. Að lokum komu höfuðgrein- arnar. Börnin lærðu Fræðin öðru fyrr og nutu skýringa eftir föngum. Ef barnið kunni vel, var því sett fyrir, hvað lesa skyldi til næsta dags. Efnið var útskýrt, svo langt sem skilningur náði. En helzt vildi barnið læra lexíuna utan að. Hverj- um og einum var sett fyrir í samræmi við getu.“ bessi lýsing mun eiga víða við, svo og að nokkru það sem á eftir fer: „Let- ingjum var refsað með vendinum. En kynnu börn meira en þeim hafði verið sett fyrir, var þeim launað með nokkr- um hætti, oft með aukabita, sem alltaf var vel þeginn.“ Fæstir munu hafa geng- ið svo langt í launum og refsingum sem afi þessa bónda, en hann hét drengnum hangikjötslæri, ef hann gæti lokið öll- um sjöunda kapítulanum í kennslubók Balles á sjöviknaföstu og skilað honum um lághelgarnar, en þessi þáttur var hinn lengsti í bókinni. Fyrir fjórða kafl- ann fékk pilturinn hins vegar hýðingu, þar eð ekki hafði lokið honum réttstund- is á aðventu árið áður. Iðulega lásu börnin kverið í fjósinu. Þar var hlýtt og kyrrt og auðvelt að ein- beita sér. Bóndi nokkur kveðst hafa gengið út í fjós að loknum morgunverk- um og setið við eina eða tvær klukku- stundir dag hvern. Síðan kom hann inn og lét hlýða sér yfir. Gamall bóndi úr Mývatnssveit segist að jafnaði hafa set- ið á einni kúnni, annar hafðist við í jötu, sem var hæfilega stór til að hann gæti legið í henni. Algengast var, að börnin lægju í rúmum sínum við lesturinn að rnorgni. Þar var hlýtt. Gömul kona, fædd 1847, segir börnin á heimili henn- ar hafa setið við borð undir glugga, er þau æfðu lestur; en kverið námu þau í rúminu árdegis og fengu ekki að fara á fætur fyrr en þau höfðu hugfest eina síðu. Elzti sögumaður minn, austfirzk kona, fædd 1834, var sem barn látin lesa kverið að kvöldi, áður en hún lagð- ist til svefns. Henni var ekki hlýtt yfir nema þegar prestur kom að húsvitja, og það gerðist aðeins einu sinni á ári. En þetta er sjálfsagt undantekning, enda hefur konan verið næmt barn og skyn- ugt. Oftast leiddist börnum kverið. Sú gleði, sem þau fengu notið við lestur þess, mun fremur hafa fólgizt í meðvit- undinni um góðan árangur en í hinu, að efnið höfðaði til barnanna. Stundum urðu samræður við foreldra eða prest til ánægju. Bóndi einn á Tjörnesi lýsir reynslu sinni á þessa leið: „Eg var einsk- is spurður. Mér var aðeins hlýtt yfir. Þeg- ar móðir mín átti hlut að máli, sat hún jafnan og prjónaði, en lét kverið liggja á borðinu. Ég kunni illa og lék á hana, þegar ég komst upp með það, las kverið álengdar, ef það lá vel við til þess. Eitt sinn tók faðir minn fyrirvaralaust til við að kanna þekkingu mína. Mig svimaði af hræðslu. Ég kunni því nær alls ekk- ert. Þannig leið nokkuð á þriðja ár. Ég lærði ekki kverið, og mér fannst það vera leiðinlegasta bók í heimi. Stundum fékk ég ekkert að borða fyrr en ég hafði lært lexíuna. Þó hafði ég ekki aðrar námsgreinar við að fást. En þessi ár mun kirtlaveiki hafa staðið mér fyrir þrifum andlega og líkamlega. Þegar ég var á þrettánda ári, kom nýr prestur í sveitina. Hann hvatti mig til að koma til spurninga í kirkjunni. Þangað var fimm mílufjórðunga gangur um torleiði og yfir vatnsföll. Presturinn spurði tuttugu börn í senn, en hverri spurningu beindi hann að einum í einu. Hann var á bezta aldri, var grannleitur, bjarteygur og svipmikill. Presturinn hafði afar sterk áhrif á mig. Eftir fyrsta spurningatím-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.