Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 52

Andvari - 01.01.1990, Side 52
50 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI í orðræðu Goða verður hátíðleiki stílsins og nýrómantískt líkingaskrúð allra mest, hann mælir „gullindimmri ljóðtungu“. En Goði er raunar ekki manneskja heldur dauð líkneskja, eins og stúlkan segir, og því eru yfir- spenntar glósur hans samkvæmar mynd persónunnar innan verksins. í texta Goða verður lesandanum aftur hugsað til Jóhanns Sigurjónssonar. í annan stað er andstæða vinanna Torfa og Theódórs. Torfi á að lifa - og hann vaknar til lífs þessa nótt, - Theódór ætlar að stytta sér leið til hamingj- unnar, en velur til þess glötunarveg. En hvað þá um hið nýja líf sem Birna Þorbrandsdóttir rís upp til þessa nótt? Þróunarferill sálarlífs hennar er að vísu með ólíkindum eins og annað í sögunni ef mælt er á kvarða raunsæis. Samt er innra dramatískt samræmi í verkinu. Sagan gengur upp innan þess þrönga ramma sem henni er settur. Hún rís og hnígur eins og alda í myrkr- inu. Sögufólkið berst um í útsoginu. En loks birtir af degi, allsgáð dagvitund tekur við af ruglaðri dulvitund, martraðarkenndri ógn næturinnar. Hin innri óveður hefur lægt, blindingsleiknum er lokið. Þegar við lítum í svip yfir feril Guðmundar Daníelssonar sjáum við að hann hefur að upplagi verið meira sagnaskáld, í eiginlegri merkingu þess orðs, en flestallir íslenskir höfundar sem honum voru samtíða. „Die Lust zum fabulieren“ sem þýskir nefna svo brennur í öllum hans verkum á löng- um höfundarferli. Hann minnir sjálfur sem höfundur mest á þau náttúruöfl sem hann vildi að sögupersónur sínar táknuðu. Guðmundur reyndi ekki að tolla í tískunni og hélt sínu striki, samdi nýrómantískar sögur á þeim tíma þegar átti að semja sósíalrealísk verk sem segðu ranglæti auðvaldsins stríð á hendur. Og hann hélt áfram að skrifa sögur í hefðbundnum epískum stíl þeg- ar módernisminn hélt innreið sína í íslenskan prósaskáldskap. Hann ritaði um hið dularfulla og óræða sálarlíf manna á tímum þegar raunsæisstefna kom aftur fram og nýr þjóðfélagslegur áhugi vaknaði. Á Suðurlandi fann Guðmundur næg söguefni, hvort sem var til nota í svokölluðum sönnum frá- sögnum eða skáldskap, og þetta tvennt rann raunar æ meir saman er á feril höfundarins leið eins og Erik Sönderholm rekur í fyrrnefndri Skírnisgrein. Gamansemi hans nýtur sín vel í sögum úr eigin ævi, Landshomamönnum (1967) og Spítalasögu (1971). Undir lokin var sem skilrúmin hefðu þurrkast út, líf hans sjálfs orðið að skáldsögu. í síðasta blaðaviðtalinu, vegna útkomu á Óskin er hættuleg (Mbl. ló.des. 1989), segir Guðmundur: „Ég er allt sem ég kemst í snertingu við: fuglarnir, grösin, fénaðurinn, fólkið - ég hef verið svona frá upphafi.“ Ennfremur segir hann þar: „Hvatinn að allri sköpun, jafnt í skáldlist sem annarri list, hlýtur að vera ósk. Óskin er hreyfiaflið. Sé hún nógu sterk og ósveigjanleg og gold-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.