Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 52
50
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
í orðræðu Goða verður hátíðleiki stílsins og nýrómantískt líkingaskrúð
allra mest, hann mælir „gullindimmri ljóðtungu“. En Goði er raunar ekki
manneskja heldur dauð líkneskja, eins og stúlkan segir, og því eru yfir-
spenntar glósur hans samkvæmar mynd persónunnar innan verksins. í texta
Goða verður lesandanum aftur hugsað til Jóhanns Sigurjónssonar.
í annan stað er andstæða vinanna Torfa og Theódórs. Torfi á að lifa - og
hann vaknar til lífs þessa nótt, - Theódór ætlar að stytta sér leið til hamingj-
unnar, en velur til þess glötunarveg. En hvað þá um hið nýja líf sem Birna
Þorbrandsdóttir rís upp til þessa nótt? Þróunarferill sálarlífs hennar er að
vísu með ólíkindum eins og annað í sögunni ef mælt er á kvarða raunsæis.
Samt er innra dramatískt samræmi í verkinu. Sagan gengur upp innan þess
þrönga ramma sem henni er settur. Hún rís og hnígur eins og alda í myrkr-
inu. Sögufólkið berst um í útsoginu. En loks birtir af degi, allsgáð dagvitund
tekur við af ruglaðri dulvitund, martraðarkenndri ógn næturinnar. Hin innri
óveður hefur lægt, blindingsleiknum er lokið.
Þegar við lítum í svip yfir feril Guðmundar Daníelssonar sjáum við að
hann hefur að upplagi verið meira sagnaskáld, í eiginlegri merkingu þess
orðs, en flestallir íslenskir höfundar sem honum voru samtíða. „Die Lust
zum fabulieren“ sem þýskir nefna svo brennur í öllum hans verkum á löng-
um höfundarferli. Hann minnir sjálfur sem höfundur mest á þau náttúruöfl
sem hann vildi að sögupersónur sínar táknuðu. Guðmundur reyndi ekki að
tolla í tískunni og hélt sínu striki, samdi nýrómantískar sögur á þeim tíma
þegar átti að semja sósíalrealísk verk sem segðu ranglæti auðvaldsins stríð á
hendur. Og hann hélt áfram að skrifa sögur í hefðbundnum epískum stíl þeg-
ar módernisminn hélt innreið sína í íslenskan prósaskáldskap. Hann ritaði
um hið dularfulla og óræða sálarlíf manna á tímum þegar raunsæisstefna
kom aftur fram og nýr þjóðfélagslegur áhugi vaknaði. Á Suðurlandi fann
Guðmundur næg söguefni, hvort sem var til nota í svokölluðum sönnum frá-
sögnum eða skáldskap, og þetta tvennt rann raunar æ meir saman er á feril
höfundarins leið eins og Erik Sönderholm rekur í fyrrnefndri Skírnisgrein.
Gamansemi hans nýtur sín vel í sögum úr eigin ævi, Landshomamönnum
(1967) og Spítalasögu (1971). Undir lokin var sem skilrúmin hefðu þurrkast
út, líf hans sjálfs orðið að skáldsögu.
í síðasta blaðaviðtalinu, vegna útkomu á Óskin er hættuleg (Mbl. ló.des.
1989), segir Guðmundur: „Ég er allt sem ég kemst í snertingu við: fuglarnir,
grösin, fénaðurinn, fólkið - ég hef verið svona frá upphafi.“ Ennfremur segir
hann þar: „Hvatinn að allri sköpun, jafnt í skáldlist sem annarri list, hlýtur
að vera ósk. Óskin er hreyfiaflið. Sé hún nógu sterk og ósveigjanleg og gold-