Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 67

Andvari - 01.01.1990, Síða 67
andvari „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM" 65 að að horfast í augu við hann og drengnum er í raun meinað að syrgja ömmu sína á eðlilegan hátt. í sjöttu sögu segir af lítilli telpu og ömmu hennar sem gerir hreint hjá fólki. Sjónarhornið er barnsins og gegnum starf ömmunnar er lesandi leiddur inn á nokkur heimili þar sem kjör fólks eru mjög misjöfn. Þær fara til fullorðinna systkina sem búa í bragga; til glæsilegrar konu, Gyðu, sem býr í ríkmannlegu húsi og í þrönga íbúð þar sem skósmiður nokkur býr ásamt konu sinni, Krist- ínu. Hlutskipti þessara tveggja kvenna, fínu frúarinnar og skósmiðskonunn- ar, er helsta efni sögunnar. Báðar eru þær óhamingjusamar, sú fyrrnefnda drekkur, hin er biluð á geðsmunum og báðar búa þær við skilningsleysi og hörku eiginmanna sinna. Amma telpunnar er hins vegar eins og klettur, góð og sterk. Hún segir um þessar konur: „Þær reyna að flýja. Hvor á sinn hátt“ (bls. 79). Sjöunda sagan er sögð frá sjónarhóli arabadrengsins Habib og afhjúpar vanda þriðja heimsins og vanda innflytjenda í Evrópu. En með því að segja hana frá sjónarhóli drengsins verður sagan ekki eins og hvert annað félags- legt vandamál heldur nær hún að snerta lesandann á persónulegan hátt. Börn koma ekki mikið við sögu í Pel, en talsvert er sagt frá barnæsku Unu. Inn í söguna er líka lætt frásögn af litlum dreng sem fer með Einari og sögu- manni í heyskap þegar þeir eru ungir strákar og einmitt þá kynnast þeir Unu. Einar er með allan hugann við Unu og sögumaður með allan hugann við þau tvö og veitir því drengnum litla athygli, þótt þeir gangi samhliða og drengn- um liggi ýmislegt á hjarta. Hann er að fara að flytja með mömmu sinni og hermanninum, vini hennar, til Arizona og spyr sögumann hvort hann viti hvar sá staður sé en sögumaður segist ekkert vita um það. „Drengurinn stóð við hliðina á mér og fylgdi augum mínum eftir. Hann sagði eitthvað, en ég hlustaði ekki nema með öðru eyranu. -. . . Ameríku . . . ekki fara . . . vil ekki • ■ •“ (bls. 43). Hvergi segir Álfrún þó söguna á áhrifameiri hátt frá sjónarhóli barns en í skáldsögunni Hringsól. Þótt söguvitundin sé bundin einni persónu er sjónar- hornið þó í rauninni margþætt. Það kemur fram þegar á fyrstu síðu sögunn- ar: „Handfangið endaði í hnúð sem minnti á krepptan hnefa og stelpan fékk hjartslátt, það skil ég vel . . .“ (bls. 7). Hér er sjónarhornið tvöfalt, sjónar- horn barnsins og sjónarhorn gamallar konu sem lítur til baka. Eins og áður hefur komið fram blandast saman minningar frá ýmsum æviskeiðum í sög- unni en í fyrsta hluta bókarinnar af fjórum er þó einkum lýst barnæsku telpunnar sem kölluð var Ella í þorpinu þar sem hún ólst upp en Bogga þegar hún kom til Reykjavíkur. Þessi hluti sögunnar mótast allur af þeirri sáru reynslu sem það er að vera rifin upp með rótum og mæta hvorki hlýju né skilningi á nýjum stað. Að auki fylgir telpunni ávallt sársaukinn að hafa uusst móður sína. Hún nær ekki sambandi við lifandi fólk, nema þá helst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.