Andvari - 01.01.1990, Síða 80
78
KRISTJÁN ÁRNASON
ANDVARI
sýndi þýðingum af þessu tagi lítinn áhuga. Aðstæður Matthíasar við ritstörf-
in voru og harla ólíkar því sem menn eiga að venjast nú í dag, þegar hítir
tölvuskjáa taka við margleiðréttum letureiningum af stakri þolinmæði, því
pappír var af skornum skammti á búi Matthíasar, og hann gat til að mynda
ekki leyft sér að hafa spássíur í stílakompum þeim sem hann þýddi í með
þéttu letri, og þá voru góð ráð dýr, ef bæta þurfti inn lagfæringum. En það
var ekki einungis pappírsleysið sem háði Matthíasi við þýðingarstörfin,
heldur sóttu og á hann þrálátar efasemdir um burði sína til verksins, sem
hann lýsir í bréfum sínum og urðu til þess að hann þýddi að sjálfs sín sögn
Macbeth ekki sjaldnar en fimm sinnum. Vandi Matthíasar fólst ekki síst í því
að þurfa oft að velja milli þess sem gat talist nákvæm þýðing og þess sem
hann kallaði alþýðlegt og hljómaði vel í íslenskum eyrum eða eins og hann
orðar það sjálfur í bréfi til síra Davíðs Guðmundssonar, dagsettu 7. sept.
1875: því þýði menn ekki þess konar rit mjög frjálslega og „cum grano
salis”, verða þau sjaldan þjóðleg. Því miður bitnar þetta á sjálfum mér hvað
Shakespeares-þýðingarnar snertir. Honum er ómögulegt að snúa og vera
trúr...“
Þessi stefna hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á þýðingarnar sjálfar,
þannig að þær eru einstaklega lifandi og kjarnyrtar, en gefa hins vegar á sér
höggstað hér og þar þeim sem hafa nákvæmnina, svo ekki sé sagt smásmygl-
ina, að leiðarljósi og ekki verður því heldur neitað að sumt í málfari Matthí-
asar getur hljómað sem gamaldags í eyrum nútímamanna, þótt það hafi þótt
gott og gilt á 19. öld, svo sem sá háttur að nota stundum orðið hver sem tilvís-
unarfornafn og töluorðið einn sem einhvers konar óákveðinn greini að
dönskum hætti sem og það að nota kránkur fyrir sjúkur, skjátlast í merking-
unni að bregðast eða það að tala um rússískt bjarndýr og trylltan tíger, og
fleira í þeim dúr. Og þótt hrynjandi Matthíasar sé oft sterk er hún ekki alltaf
að sama skapi þýð og jöfn, þannig að hnjóta má um við lestur, og orðaröðin á
stundum fullfjarri mæltu máli, þannig að hugsunin getur orðið óaðgengilegri
en við hæfi er í leikhústexta.
Slíka höggstaði var aftur erfiðara að finna á Shakespearesþýðingum
Helga Hálfdanarsonar, enda hlutu þær mikið brautargengi á fjölum leikhús-
anna, strax eftir að þær komu fram, því engum duldist að þar var á ferð fá-
dæma misfellulaus, þjáll og áferðarfallegur texti sem mikið lof var borið á af
bókmenntafagurkerum og það gjarna á kostnað Matthíasar sem fékk þann
stimpil að vera tyrfinn og forneskjulegur. Þó fór aldrei svo, þegar til lengdar
lét, að einhver hefði ekki eitthvað við þýðingar Helga að athuga, og sumum í
hópi ieikhúsfólks hafi þótt texti hans kannski einum of upphafinn og ljóð-
rænn og stundum jafnvel langsóttur til að hann orkaði alltaf sannfærandi
þegar hann er mæltur fram í miðjum hamagangi og villikyljum leiksviðsins.
Kannski skynjuðu einhverjir að tungutak sjálfs meistarans frá Stratford, sem