Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 96
94
JÓNAS KRISTJÁNSSON
ANDVARI
hann ekki flytjast í Reykholt fyrr en 1207 í Arbókagreininni, en 1208 í fyrir-
lestrinum - og tímasetur svo Egilssögu „um 1208“. En þess er skylt að geta
að bæði í greininni og fyrirlestrinum bætir Björn við ýmsum röksemdum fyr-
ir því að Snorri hafi ritað söguna á ungum aldri, áður en hann fór til Noregs í
fyrra sinn 1218 og áður en hann samdi Heimskringlu.
Ekki tekur betra við þegar kemur að Droplaugarsonasögu og Gíslasögu,
en þær tímasetur Björn hvora eftir annarri. Hann telur eins og flestir fræði-
menn - og að ég held vafalaust með réttu - að Droplaugarsonasaga hafi haft
áhrif á Gíslasögu. Hann miðar því aldur Gíslasögu við aldur Droplaugar-
sonasögu: „Droplaugarsonasaga virðist vera með eldri íslendingasögum,
líklega frá fyrstu árum 13. aldar,“ segir hann. „Gæti þá Gíslasaga verið frá c.
1220.“ En þegar hann kemur til Austfjarða segir hann að Droplaugarsona-
saga hljóti að vera „frábyrjun 13. aldar“, af því að hún hafi haft áhrif á Gísla-
sögu sem sé líklega „ekki síðar samin en um 1225.“ Þetta er ágætt dæmi um
þær aðferðir sem vér fræðimenn notum þegar vér erum að tímasetja íslend-
ingasögurnar.
Björn M. Ólsen talar um að orðfæri og allur blær Heiðarvígasögu sé forn-
legur, og í fyrirlestri sínum gerir hann ágæta grein fyrir frásagnarlist sögunn-
ar sem hann telur að mörgu leyti frumstæða og ófullkomna; „sagnalistin hef-
ur verið á bernskuskeiði þegar sagan var skrifuð,“ segir hann. í hverjum
fyrirlestri fjallar hann nokkuð um list sagnanna sem hann notar með öðru til
að ákvarða aldur þeirra. Sigurður Nordal hefur víða fjallað um þróun og
hnignun sagnaritunarinnar, fyrst í bók sinni um Snorra Sturluson. í formála
Egilssögu segir hann meðal annars (bls. lxiii):
„Sagnaritunin hefst með íslendingabók Ara, strangfræðilegu yfirlitsriti,
og heldur þeirri stefnu áfram í ættartölum og ágripum munnlegra sagna. Hin
klerklega sagnaritun, sem lét dómvísina þoka fyrir áhugamálum kirkjunnar,
og sögur um samtímaviðburði rýmka smám saman um hömlurnar. Kröfurn-
ar um rækilega og skemmtilega frásögn eldri viðburða sækja á, svo að leiðin
opnast meir og meir fyrir hina alþýðlegri sagnalist og söguefni. í verkum
Snorra nær sagnaritunin fyllsta samræmi vísinda og listar, skemmtilegrar
frásagnar í taumhaldi sögulegrar dómgreindar. Hún hneigist enn meir í átt-
ina til sögulegra skáldsagna, án þess að missa þó hinn raunverulega blæ, og
nær þar nýju hámarki listarinnar í Njálu. Eftir það rofnar samræmið, smekk
og hófsemi hnignar, og sagnaritunin leysist sundur í annála og ýkjusögur...“
Mér virðist enginn vafi á því að þessari þróun er rétt lýst þegar á heildina
er litið. En það væri með ólíkindum ef hún hefði verið bein og hlykkjalaus,
og menn hafa notað þessi einkenni helst til djarflega til að ákvarða aldur
sagnanna. Ágætt dæmi er að finna í formála Turville-Petres fyrir útgáfu hans
á Víga-Glúmssögu frá 1940. Hann vitnar til fræðimanna um aldur nokkurra
hinna elstu sagna frá 1200 fram um miðja 13. öld: Heiðarvígasögu, Bjarnar-