Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 123

Andvari - 01.01.1990, Side 123
ANDVARI LITBRIGÐIJARÐAR, LÍFS OG ORÐA 121 nokkurn tíma á hverju ári, daga eða vikur í senn og annast barnakennslu. Faðir Ólafs Jóhanns var einmitt slíkur farkennari. Pví fer fjarri að í smásögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar sé að finna upp- hafningu á íslensku sveitasamfélagi. Öðru nær. Lesandinn er leiddur inn í fásinnið, eymdina, tíðum með barnsaugum. Sögurnar eru fágætur vitnis- burður um þetta horfna samfélag; þær eru skýrslur um horfinn heim, sem er á engan hátt fegraður. Utþráin var Ólafi Jóhanni Sigurðssyni í blóð borin; hann hélst ekki lengi við í sveitinni, yfirgaf hana aðeins fimmtán ára gamall. Hann var löngum á faraldsfæti, hélt til Káupmannahafnar sautján ára gamall og dvaldist hjá Jóni Helgasyni heilan vetur, fór síðan til New York með flutningaskipi rétt fyrir jól 1943 og dvaldist þar fram á vor. Hann lagði sig fram um að kynnast sem flestu, og um það vitna smásögur hans frá þessum árum: hann virðir þar tíð- um fyrir sér viðfangsefni sín utanfrá. Sveitabörnin í sögum hans sjá hið að- komna með glýju í augum; þau skilja ekki blekkingar heimsins af því að þau hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast honum. í sögunni Stjörnurnar í Kon- stantínópel eignast ungur sveitadrengur dýrindis gull og greiðir fyrir það al- eiguna; sá heimur hrynur þegar gullið eyðileggst. í Hengilásnum er viðfangs- efnið svipað: drengur kaupir í fáti hengilás fyrir ullarpeningana sína til að sýnast ekki lítill karl. Ólafur Jóhann dregur í báðum þessum sögum á minnis- stæðan hátt upp eymd sveitabarna, sem kunna ekki að mæta heiminum í kringum sig en flytur um leið snarpa gagnrýni á efnishyggju af hverjum toga. Og það er einmitt innihaldsleysi hennar, sem sýnt er í þessari dæmisögu: hún er minnisstæð gagnrýni á efni sem skilríki á manndóm. í sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er málauðgin einkennandi: þar eru mannlýsingar en þó einkum náttúrulýsingar í fleiri litum en hjá flestum öðr- um höfundum. Ólafur Jóhann notaði náttúruna til að skapa stemmningu, flytja litbrigði jarðar yfir á litbrigði mannlífs, færa lesandann inn í líðan per- sóna með því að lýsa umhverfi þeirra. í sögunni Rykið af veginum kynnist stúlka, sem starfar á sumarhóteli ungum manni; hann vinnur hug hennar, þau njótast en í leiðinni selur hann henni líftryggingu. Sagan byrjar og endar á náttúrulýsingu, sem í senn ber vitni um kyrrð og tóm: þar „streymir fljótið framhjá djúpt og blátt“ eins og það „streymdi framhjá á leið sinni til sjávar löngu, löngu áður en mennirnir lögðu veginn norður yfir“. En um leið stend- ur stúlka í rykinu af veginum eftir áætlunarbílinn, sem flytur ástmann hennar burt. Tómið, sem felst í víðáttum landslagsins er tóm hennar, hún grípur hvarvetna í tómt, máttleysi hennar gagnvart örlögum sínum speglast í smæð hennar gagnvart víðáttum landslagsins í tíma og rúmi. Sögur Ólafs Jóhanns eru knappar en meitlaðar, þær einkennast tíðum af þeirri frásagnartækni, sem felst í því að sýna frekar en segja. Skýrasta dæmi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.