Andvari - 01.01.1990, Síða 123
ANDVARI
LITBRIGÐIJARÐAR, LÍFS OG ORÐA
121
nokkurn tíma á hverju ári, daga eða vikur í senn og annast barnakennslu.
Faðir Ólafs Jóhanns var einmitt slíkur farkennari.
Pví fer fjarri að í smásögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar sé að finna upp-
hafningu á íslensku sveitasamfélagi. Öðru nær. Lesandinn er leiddur inn í
fásinnið, eymdina, tíðum með barnsaugum. Sögurnar eru fágætur vitnis-
burður um þetta horfna samfélag; þær eru skýrslur um horfinn heim, sem er
á engan hátt fegraður.
Utþráin var Ólafi Jóhanni Sigurðssyni í blóð borin; hann hélst ekki lengi
við í sveitinni, yfirgaf hana aðeins fimmtán ára gamall. Hann var löngum á
faraldsfæti, hélt til Káupmannahafnar sautján ára gamall og dvaldist hjá Jóni
Helgasyni heilan vetur, fór síðan til New York með flutningaskipi rétt fyrir
jól 1943 og dvaldist þar fram á vor. Hann lagði sig fram um að kynnast sem
flestu, og um það vitna smásögur hans frá þessum árum: hann virðir þar tíð-
um fyrir sér viðfangsefni sín utanfrá. Sveitabörnin í sögum hans sjá hið að-
komna með glýju í augum; þau skilja ekki blekkingar heimsins af því að þau
hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast honum. í sögunni Stjörnurnar í Kon-
stantínópel eignast ungur sveitadrengur dýrindis gull og greiðir fyrir það al-
eiguna; sá heimur hrynur þegar gullið eyðileggst. í Hengilásnum er viðfangs-
efnið svipað: drengur kaupir í fáti hengilás fyrir ullarpeningana sína til að
sýnast ekki lítill karl. Ólafur Jóhann dregur í báðum þessum sögum á minnis-
stæðan hátt upp eymd sveitabarna, sem kunna ekki að mæta heiminum í
kringum sig en flytur um leið snarpa gagnrýni á efnishyggju af hverjum toga.
Og það er einmitt innihaldsleysi hennar, sem sýnt er í þessari dæmisögu: hún
er minnisstæð gagnrýni á efni sem skilríki á manndóm.
í sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er málauðgin einkennandi: þar eru
mannlýsingar en þó einkum náttúrulýsingar í fleiri litum en hjá flestum öðr-
um höfundum. Ólafur Jóhann notaði náttúruna til að skapa stemmningu,
flytja litbrigði jarðar yfir á litbrigði mannlífs, færa lesandann inn í líðan per-
sóna með því að lýsa umhverfi þeirra. í sögunni Rykið af veginum kynnist
stúlka, sem starfar á sumarhóteli ungum manni; hann vinnur hug hennar,
þau njótast en í leiðinni selur hann henni líftryggingu. Sagan byrjar og endar
á náttúrulýsingu, sem í senn ber vitni um kyrrð og tóm: þar „streymir fljótið
framhjá djúpt og blátt“ eins og það „streymdi framhjá á leið sinni til sjávar
löngu, löngu áður en mennirnir lögðu veginn norður yfir“. En um leið stend-
ur stúlka í rykinu af veginum eftir áætlunarbílinn, sem flytur ástmann hennar
burt. Tómið, sem felst í víðáttum landslagsins er tóm hennar, hún grípur
hvarvetna í tómt, máttleysi hennar gagnvart örlögum sínum speglast í smæð
hennar gagnvart víðáttum landslagsins í tíma og rúmi.
Sögur Ólafs Jóhanns eru knappar en meitlaðar, þær einkennast tíðum af
þeirri frásagnartækni, sem felst í því að sýna frekar en segja. Skýrasta dæmi